Vélmenni þurfa líka að fara í viðgerð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2012 09:00 Alexander hefur líkt og fleiri spilað meiddur fyrir hönd þjóðarinnar. Nú þarf öxlin á hvíld að halda.Fréttablaðið/Valli "Ég hef tekið þá ákvörðun að vera ekki með í þetta sinn því ég tel að það sé mikilvægara fyrir mig og landsliðið að ég nái mér góðum og komi þá enn sterkari til leiks í framtíðinni," segir Alexander Petersson, sem glímt hefur við meiðsli á öxl í langan tíma. Meiðslin plöguðu Alexander einnig í aðdraganda Evrópumótsins í Serbíu í janúar en hann gaf engu að síður kost á sér. Hann spilaði töluvert framan af móti en svo sagði líkaminn stopp. Hann segir það sennilega hafa verið mistök að gefa kost á sér og hann hafi lært af þeim mistökum. „Í þetta sinn er ég að hlusta á líkama minn sem hefur ekki fengið frí í eitt og hálft ár. Það er ekki mannlegt að spila á þremur stórmótum á einu ári. Það mun verða mjög erfitt að horfa á strákana spila og ekki geta verið með," segir Alexander. Það sé ósk hans að fólk skilji og virði ákvörðun sína. Það sé ólíkt að spila með félagsliði og á stórmóti þar sem leikjaálagið er gífurlegt og hver einasti leikur upp á líf eða dauða. Alexander hefur spilað með íslenska landsliðinu á níu stórmótum. Hann spilaði í fyrsta skipti með landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Túnis árið 2004 og hefur síðan þá verið mikilvægur leikmaður liðsins. Alexander, sem flutti til Íslands átján ára gamall frá Lettlandi, hefur spilað með íslenska landsliðinu. Ljóst er að fjarvera Alexanders veikir liðið en hann minnir á að góðir menn geti fyllt skarð hans og Ólafs Stefánssonar fari svo að Ólafur gefi ekki kost á sér. „Ég hef spilað nánast sextíu mínútur í hverjum einasta leik bæði með félagsliði sem og landsliði undanfarin ár og þarf núna örlitla hvíld," segir Alexander. Útlit er fyrir að mikil ábyrgð muni hvíla á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í stöðu hægri skyttu og Alexander segir tíma kominn á Hafnfirðinginn. „Ég hef fulla trúa á Ásgeiri Erni sem er frábær leikmaður í bæði vörn sem sókn og getur vel fyllt skarð mitt og Óla. Nú er hans tími kominn til að sanna sig," segir Alexander sem óskar félögum sínum í landsliðinu góðs gengis á Spáni. „Hingað til hef ég hugsað til skemmri tíma og oft tekið þátt í stórmótum og barist við meiðsli á sama tíma. Þetta er mjög erfið ákvörðun en ég tel að ég muni koma sterkari til baka. Jafnvel vélmenni þurfa að fara í viðgerð," segir Alexander á léttu nótunum. Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
"Ég hef tekið þá ákvörðun að vera ekki með í þetta sinn því ég tel að það sé mikilvægara fyrir mig og landsliðið að ég nái mér góðum og komi þá enn sterkari til leiks í framtíðinni," segir Alexander Petersson, sem glímt hefur við meiðsli á öxl í langan tíma. Meiðslin plöguðu Alexander einnig í aðdraganda Evrópumótsins í Serbíu í janúar en hann gaf engu að síður kost á sér. Hann spilaði töluvert framan af móti en svo sagði líkaminn stopp. Hann segir það sennilega hafa verið mistök að gefa kost á sér og hann hafi lært af þeim mistökum. „Í þetta sinn er ég að hlusta á líkama minn sem hefur ekki fengið frí í eitt og hálft ár. Það er ekki mannlegt að spila á þremur stórmótum á einu ári. Það mun verða mjög erfitt að horfa á strákana spila og ekki geta verið með," segir Alexander. Það sé ósk hans að fólk skilji og virði ákvörðun sína. Það sé ólíkt að spila með félagsliði og á stórmóti þar sem leikjaálagið er gífurlegt og hver einasti leikur upp á líf eða dauða. Alexander hefur spilað með íslenska landsliðinu á níu stórmótum. Hann spilaði í fyrsta skipti með landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Túnis árið 2004 og hefur síðan þá verið mikilvægur leikmaður liðsins. Alexander, sem flutti til Íslands átján ára gamall frá Lettlandi, hefur spilað með íslenska landsliðinu. Ljóst er að fjarvera Alexanders veikir liðið en hann minnir á að góðir menn geti fyllt skarð hans og Ólafs Stefánssonar fari svo að Ólafur gefi ekki kost á sér. „Ég hef spilað nánast sextíu mínútur í hverjum einasta leik bæði með félagsliði sem og landsliði undanfarin ár og þarf núna örlitla hvíld," segir Alexander. Útlit er fyrir að mikil ábyrgð muni hvíla á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í stöðu hægri skyttu og Alexander segir tíma kominn á Hafnfirðinginn. „Ég hef fulla trúa á Ásgeiri Erni sem er frábær leikmaður í bæði vörn sem sókn og getur vel fyllt skarð mitt og Óla. Nú er hans tími kominn til að sanna sig," segir Alexander sem óskar félögum sínum í landsliðinu góðs gengis á Spáni. „Hingað til hef ég hugsað til skemmri tíma og oft tekið þátt í stórmótum og barist við meiðsli á sama tíma. Þetta er mjög erfið ákvörðun en ég tel að ég muni koma sterkari til baka. Jafnvel vélmenni þurfa að fara í viðgerð," segir Alexander á léttu nótunum.
Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn