Handbolti

Ellefu marka sigur hjá Refunum hans Dags

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin áttu ekki í miklum vandræðum með að landa tveimur stigum í síðasta leik sínum fyrir HM-fríið. Füchse Berlin vann þá 11 marka heimasigur á

TV 1893 Neuhausen, 36-25.

Johannes Sellin var markahæstur hjá Refunum með 8 mörk en Ivan Nincevic skoraði sjö mörk. Füchse Berlin var 21-15 yfir í hálfleik. Liðið er í 4. sætinu með 28 stig.

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var í byrjunarliði Magdeburg sem vann tíu marka heimasigur á Essen, 35-25.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark í 25-25 jafntefli Minden á útivelli á móti VfL Gummersbach. Vignir kom Minden í 25-24 108 sekúndum fyrir leikslok en Gummersbach tókst að tryggja sér jafntefli á lokamínútunni.

Hans Lindberg tryggði HSV Hamburg 31-30 útisigur á TV Grosswallstadt en Sverre Andre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt voru 17-16 yfir í hálfleik. Hans Lindberg, sem spilar fyrir Dani en á íslenska foreldra, skoraði tíu mörk í leiknum en Sverre spilaði bara í vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×