Handbolti

Óvissa ríkir um þátttöku Ingimundar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Anton
Ekki liggur ljóst fyrir hvort Ingimundur Ingimundarson geti leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik á HM á Spáni í janúar. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Ingimundur lenti í hörkulegum árekstri við samherja sinn, Sturlu Ásgeirsson, í leik ÍR og Akureyrar á dögunum. Hann missti fyrir vikið af síðasta leik ÍR-inga fyrir jólafrí er liðið tapaði gegn Fram. Leikurinn var úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum deildabikarsins sem fram fara í janúar.

Ingimundur segir óvíst hvort þátttaka hans á heimsmeistaramótinu á Spáni sé í uppnámi.

„Það verður bara að koma í ljós. Ég er aðeins búinn að ræða við Aron og mun heyra í honum í kringum jólin. Hann veit um mína stöðu og ef vel gengur hjá mér fram á mánduaginn má ég fara að gefa í hvað æfingarnar varðar. Ef það gengur áfram vel þá ætti ég að ná HM en það verður bara að skýrast þegar nær dregur," segir Ingimundur í samtali við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×