Fleiri fréttir

AG sker niður launakostnað

Jesper Nielsen, eigandi AG í Kaupmannahöfn, segir að félagið muni lækka launakostnað talsvert eftir að tímabilinu lýkur í vor.

Jesper Nielsen, eigandi AG: Ólafur er í heimsklassa

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson hefur ekki tekið neina ákvörðun um það hvort hann leggi skóna á hilluna eftir núverandi tímabil og mun sennilega taka ákvörðun um það eftir Ólympíuleikana í London í ágúst.

Kiel flaug áfram í undanúrslitin

Kiel var síðasta liðið sem tryggði sætið sitt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag þegar liðið bar sigur úr býtum, 33-27, gegn Croatia Zabreb á heimavelli.

Góður sigur hjá liðsmönnum Aðalsteins

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Eisenach unnu eins marks sigur á Erlangen í næstefstu deild þýska handboltans í dag. Lokatölurnar 20-19 fyrir heimamenn.

Tillögu Víkinga hafnað á ársþingi HSÍ

Tillögu Víkings um sameiningu tveggja efstu deildanna í karlahandboltanum var vísað frá á ársþingi HSÍ í dag. Þá var Knútur G. Hauksson endurkjörinn formaður.

Afturelding hafði betur í fyrstu rimmunni

Afturelding vann í kvöld mikilvægan sigur á Stjörnunni, 26-22, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð.

Ljónin hans Guðmundar úr leik í EHF-bikarnum

Rhein-Neckar Löwen tapaði í kvöld með fjórum mörkum í síðari undanúrslitaviðureign sinni gegn Göppingen í EHF-bikarnum. Löwen er úr leik eftir eins marks sigur í fyrri leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 25-28 | FH í úrslitin

FH fær tækifæri til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta eftir að hafa rutt Akureyringum úr vegi í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deildar karla. FH vann fjórða leik liðanna í kvöld og þar með rimmuna 3-1.

Hvidt fer ekki í leikbann

Það er nú orðið endanlega ljóst að markvörðurinn Kasper Hvidt hjá AG mun ekki vera í leikbanni í seinni leik liðsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Löwen gerði jafntefli við Lemgo

Rhein-Neckar Löwen mátti sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-30.

ÍBV skoraði þrátt fyrir að vera fjórum mönnum færri

Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Fram og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna í kvöld. Eyjastúlkur skoruðu þá mark þrátt fyrir að hafa misst fjóra leikmenn af velli í tveggja mínútna brottvísanir.

Slæmt tap hjá Magdeburg

Íslendingaliðið Magdeburg tapaði í dag, 25-30, gegn franska liðinu Dunkerque í undanúrslitum EHF-bikarsins. Þetta var fyrri leikur liðanna.

GUIF tapaði með einu marki

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska liðinu GUIF eru í hörkueinvígi gegn Kristianstad í undanúrslitum sænska handboltans. GUIF vann fyrsta leikinn með tveggja marka mun en tapaði öðrum leiknum í dag með einu marki, 32-31.

FH í bílstjórasætinu - myndir

FH er komið með 2-1 forskot gegn Akureyri í undanúrslitaeinvígi liðanna í N1-deild karla. Það var virkilega fast tekist á að þessu sinni og fengu FH-ingar að fjúka af velli átta sinnum.

Naumur sigur hjá Löwen í EHF-bikarnum

Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, vann nauma eins marks sigur, 33-32, á Göppingen í fyrri leik liðanna í undanúrslitum EHF-bikarsins.

Kiel nældi í ótrúlegt jafntefli gegn Zagreb í Meistaradeildinni

Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel sýndu ótrúlega þrautseigju í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er þeir snéru töpuðum leik upp í jafntefli. Eftir að hafa lent sjö mörkum undir í síðari hálfleik kom Kiel til baka og tryggði sér jafntefli, 31-31. Þetta var fyrri leikur liðanna og Kiel stendur því ansi vel að vígi fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum.

Lærisveinar Dags flengdir á Spáni

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í liði Füchse Berlin eiga ekki mikla von um að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir stórt tap, 34-23, gegn Ademar Leon á Spáni.

Stella skaut Eyjastúlkur í kaf

Fram er aðeins einum sigurleik frá úrslitarimmunni í N1-deild kvenna eftir öruggan sigur, 18-22, á ÍBV í öðrum leik liðanna í Eyjum.

Hvidt fer ekki í leikbann

Kasper Hvidt fer ekki í leikbann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik AG og Barcelona í kvöld og missir því ekki af seinni leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Svavar fékk 25 þúsund króna sekt

Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna.

AG fór létt með Barcelona á Parken

21 þúsund áhorfendur fylgdust með viðureign AG og Barcelona í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dönsku meistararnir áttu frábæran leik og unnu, 29-23. Aðsóknarmett var sett á Parken í kvöld en öll umgjörð leiksins var glæsileg.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 21-18 | HK leiðir 2-0

HK eru komnir í afar vænlega stöðu í undanúrslitarimmu sinni við Hauka í N1-deild karla eftir 21-18 sigur í kvöld. Þeir eru 2-0 yfir í einvíginu en það þarf þrjá sigra til að komast í sjálfann úrslitaleikinn.

Víkingar vilja fleiri lið í efstu deild

Handknattleiksdeild Víkings mun leggja fram tillögu fyrir ársþing HSÍ þess efnis að fyrirkomulaginu á deildakeppninni, bæði í karla- og kvennaflokki.

Áhorfendamet sett á Parken í kvöld

Stórleikur AG frá Kaupmannahöfn og Barcelona á Parken fer fram klukkan 18.10 í kvöld og verða rúmlega 20 þúsund áhorfendur á leiknum. Leikurinn er í beinni útsendingu á sporttv.is.

Ísland í riðli með Slóveníu og Hvíta-Rússlandi

Ísland verður í sterkum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins í Danmörku sem hefst nú í haust. Strákaranir okkar verða í riðli með Slóveníu, Hvíta-Rússlandi og einu liði úr forkeppninni sem fer fram í júní.

Sjá næstu 50 fréttir