Handbolti

Atletico Madrid í undanúrslit eftir sigur á Koper

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / bmatleticodemadrid.es
Atletico Madrid tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir 31-24 sigur á Cimos Koper frá Slóveníu.

Staðan í hálfleik í Madríd í kvöld var 14-13 fyrir heimamenn og allt í járnum. Stjörnum prýtt lið Atletico undir stjórn Talant Duyshebaev sigldi fram úr um miðjan síðari hálfleikinn og unnu að lokum sjö marka sigur, 31-24.

Miklu munaði um frammistöðu Arpad Sterbik í marki heimamanna en hann skellti í lás í síðari hálfleik.

Á morgun kemur í ljós hvaða tvö lið tryggja sér tvö lausu sætin í undanúrslitunum í Köln í lok maí. Þá mæta lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlín Ademar Leon frá Spáni. Þjóðverjarnir þurfa að vinna upp ellefu marka tap frá því í fyrri leiknum á Spáni.

Í hinum leiknum tekur Kiel á móti Zagreb frá Króatíu en fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 31-31.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×