Handbolti

Áhorfendamet sett á Parken í kvöld

Kasper Hvidt, markvörður AG, kíkti á aðstæður á Parken í dag og leist vel á.
Kasper Hvidt, markvörður AG, kíkti á aðstæður á Parken í dag og leist vel á. mynd/ag
Stórleikur AG frá Kaupmannahöfn og Barcelona á Parken fer fram klukkan 18.10 í kvöld og verða rúmlega 20 þúsund áhorfendur á leiknum. Leikurinn er í beinni útsendingu á sporttv.is.

Þetta er fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur leiksins verið beðið með mikilli eftirvæntingu í Danmörku.

Áhorfendamet Meistaradeildarinnar verður slegið á Parken í þessum leik og seldist upp fyrir nokkru síðan.

Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og fyrirliðinn Arnór Atlason verða allt í eldlínunni með AG í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×