Handbolti

Björgvin og félagar komust ekki í úrslitaleikinn þrátt fyrir sigur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Vilhelm
Björgvin Páll Gústavsson og félagar í þýska liðinu Magdeburg eru úr leik í EHF-bikarnum í handbolta þrátt fyrir fjögurra marka sigur gegn Dunkerque í Frakklandi.

Franska félagið vann fyrri leik liðanna í Þýskalandi með fimm marka mun 25-30 og hafði því gott veganesti fyrir leik dagsins.

Magdeburg komst nálægt því að vinna muninn upp en fjögurra marka sigur, 18-22, var ekki nóg. Reyndar hefði Magdeburg þurft að vinna leikinn með sex mörkum þar sem liðið skoraði færri mörk á útivelli en franska liðið.

Dunkeque er komið í úrslitaleikinn þar sem andstæðingurinn verður Göppingen sem sló Rhein-Neckar Löwen, lærisveina Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara, út úr keppninni í gær.


Tengdar fréttir

Ljónin hans Guðmundar úr leik í EHF-bikarnum

Rhein-Neckar Löwen tapaði í kvöld með fjórum mörkum í síðari undanúrslitaviðureign sinni gegn Göppingen í EHF-bikarnum. Löwen er úr leik eftir eins marks sigur í fyrri leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×