Handbolti

Hvidt fer ekki í leikbann

Kasper Hvidt.
Kasper Hvidt.
Það er nú orðið endanlega ljóst að markvörðurinn Kasper Hvidt hjá AG mun ekki vera í leikbanni í seinni leik liðsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Þetta eru gríðarlega góð tíðindi fyrir AG enda er hinn markvörður liðsins, Steinar Ege, meiddur.

Hvidt fékk rautt spjald fimmtán sekúndum fyrir leikslok í fyrri leiknum er hann kýldi í háls Jesper Nöddebo hjá Barcelona.

Þykir mörgum Hvidt sleppa vel enda var brotið nokkuð gróft. Aganefnd EHF var þó ekki sammála því.

AG vann fyrri leik liðanna með sex marka mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×