Fleiri fréttir Haukar vinna á vörn og markvörslu Seinni undanúrslitaviðureignin í N1-deild karla hefst í kvöld þegar HK sækir deildarmeistara Hauka heim. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Fram, til þess að spá í spilin. 18.4.2012 07:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 26-25 FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur. 17.4.2012 18:30 Biðin á enda | Úrslitakeppni N1-deildar karla hefst í kvöld Úrslitakeppni N1-deildar karla hefst loksins í kvöld þegar Akureyri sækir Íslandsmeistara FH heim. Á morgun mætast síðan Haukar og HK. 17.4.2012 13:30 Eyjakonur komnar í undanúrslitin - mæta Fram ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Gróttu, 24-19, í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBv vann fyrsta leikinn en Gróttukonum tókst að jafna metin í öðrum leiknum á Seltjarnarnesi. ÍBV mætir Fram í undanúrslitunum sem hefjast strax á fimmtudagskvöldið. 16.4.2012 21:16 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16.4.2012 15:50 Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. 16.4.2012 15:04 Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16.4.2012 13:00 Sveinn valinn bestur í umferðum 15-21 í N1-deild karla Haukamaðurinn Sveinn Þorgeirsson var nú í hádeginu valinn besti leikmaður umferða 15-21 í N1-deild karla. Sveinn var einnig valinn besti varnarmaðurinn. 16.4.2012 12:15 Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. 15.4.2012 14:47 Hamburg saumar að Degi og félögum | Góður sigur Löwen Þrír leikir fóru fram nú síðdegis í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hamburg vann öruggan útisigur á Grosswallstadt og er nú einu stigi á eftir Füchse Berlin sem féll niður í þriðja sæti deildarinnar í dag. 14.4.2012 19:42 Stjarnan flaug áfram í undanúrslitin | Unnu einvígið gegn HK 2-0 Stjarnan fór nokkuð þægilega í undanúrslit N1-deildar kvenna í handknattleik en liðið bar sigur úr býtum gegn HK, 34-29, í Digranesinu í dag vann því einvígið 2-0. 14.4.2012 17:57 Grótta sigraði ÍBV og tókst að knýja fram oddaleik Stelpurnar í Gróttu neita að fara í sumarfrí en þeim tókst að knýja fram oddaleik þegar liðið bar sigur úr býtum gegn ÍBV, 20-19, á Seltjarnarnesinu í dag en leikið er um sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik. 14.4.2012 16:34 AG tapaði fyrsta stiginu í úrslitakeppninni AG mátti sætta sig við jafntefli gegn Skjern á útivelli í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur voru 29-29 en þrátt fyrir jafnteflið er AG með væna forystu í sínum riðli. 14.4.2012 15:06 Füchse Berlin missti annað sætið Flensburg komst upp í annað sæti þýsku úrvalsedeildarinnar í dag með tveggja marka sigri á Füchse Berlin á heimavelli, 27-25. Lærisveinar Dags Sigurðssonar máttu játa sig sigraða eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik. 14.4.2012 14:45 Heimir Örn og Bjarni taka við Akureyrarliðinu í sumar Handboltafélag Akureyrar réð í dag þá Heimi Örn Árnason og Bjarna Fritzson sem þjálfara karlaliðsins næstu tvö árin. Þeir taka við starfinu af Atla Hilmarssyni sem lætur af störfum í lok leiktíðar. 13.4.2012 15:34 Úrslitakeppni N1-deildar kvenna | ÍBV og Stjarnan unnu fyrstu leikina Úrslitakeppni N1-deildar kvenna í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. ÍBV lagði þá Gróttu á meðan Stjarnan skellti HK. 12.4.2012 21:30 Rúnar áfram í herbúðum Bergischer HC Rúnar Kárason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Bergischer HC. Hann er sagður hafa hafnað mörgum tilboðum frá öðrum liðum. 12.4.2012 14:15 Þórir fékk nýjan samning - með norsku stelpurnar fram yfir Río 2016 Þórir Hergeirsson, þjálfari Heims- og Evrópumeistara Noregs, hefur framlengt samning sinn við norska handboltasambandið og mun stýra norska kvennalandsliðið fram yfir Ólympíuleikana í Ríó 2016. 12.4.2012 13:00 AG komið í undanúrslit danska handboltans Danska ofurliðið AG hélt í kvöld ótrautt áfram í átt að úrslitarimmu danska handboltans er það lagði Team Tvis Holstebro, 30-28. Með sigrinum tryggði AG sér sæti í undanúrslitunum. 11.4.2012 21:58 Kiel misstígur sig ekki | Fínn sigur hjá Berlin Sigurganga Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik hélt áfram í kvöld er liðið vann sannfærandi útisigur, 25-31, á Lemgo. 11.4.2012 19:59 Sólveig Lára valin best Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna í umferðum 9-16. Þá var úrvalslið umferðanna einnig valið í dag. 11.4.2012 14:15 Wetzlar lagði Hannover í uppgjöri Íslendingaliðanna Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar unnu dramatískan sigur, 20-19, á Íslendingaliðinu Hannover Burgdorf í þýska handboltanum í kvöld. 10.4.2012 19:50 Löwen lá gegn meisturunum Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen urðu af mikilvægum stigum í kvöld er þeir töpuðu á útivelli, 27-24, gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg. 10.4.2012 19:00 Patrekur tekur við Val | Fer eflaust aftur út síðar Patrekur Jóhannesson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við N1-deildarlið Vals. Patrekur tekur við liðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni sem mun þjálfa í Danmörku næsta vetur. 10.4.2012 18:05 Íslensku landsliðsmennirnir fá stutta pásu Rhein-Neckar Löwen og Hamburg eigast við í mikilvægum leik í þýsku úrvalsdeildinni í dag en aðeins tveir dagar eru frá því að Ísland spilaði við Króatíu í forkeppni ÓL í Króatíu. 10.4.2012 16:00 Ísland í þriðja styrkleikaflokki á Ólympíuleikunum Ísland verður með Ungverjalandi í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Lundúnum. 10.4.2012 09:51 Ríf vonandi ekki eitthvað fyrir þessa Ólympíuleika Vignir Svavarsson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir sigra á Síle og Japan í Króatíu. Vignir, sem missti af tveimur síðustu Ólympíuleikum, sér nú fyrstu Ólympíuleikana í hillingum. 10.4.2012 08:00 Fimmtu Ólympíuleikarnir hjá Guðmundi Strákarnir okkar eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir að þeir náðu öðru sætinu í sínum riðli í forkeppninni sem fram fór í Króatíu um páskana. Íslenska liðið tryggði sér farseðilinn með sannfærandi sigrum á Síle og Japan í tveimur fyrstu leikjum sínum. Tap í lokaleiknum á móti Króatíu skipti ekki máli því Guðmundur Guðmundsson var búinn að koma íslenska liðinu inn á þriðju Ólympíuleikana í röð. 10.4.2012 07:30 Guðjón Valur skoraði mest allra í riðlunum þremur Guðjón Valur Sigurðsson var ekki aðeins markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikana í London því enginn leikmaður skoraði fleiri mörk en okkar maður í riðlunum þremur. 9.4.2012 11:30 Fleiri en Ólafur að kveðja í London - Kim Andersson að hætta Sænska stórskyttan Kim Andersson, sem leikur fyrir Alfreð Gíslason hjá Kiel, tilkynnti það eftir að hafa hjálpað Svíum inn á ÓL í London, að hann myndi spila sína síðustu landsleiki á Ólympíuleikunum í London. 9.4.2012 09:00 AG þarf ekki að hafa áhyggjur af Rutenka á Parken Stórskyttan Siarhei Rutenka missir af fyrri leik Barcelona og danska liðsins AG frá Kaupmannahöfn í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir að ljóst varð að EHF staðfesti leikbann hans. 9.4.2012 07:00 Þrjú töp í þremur leikjum hjá 20 ára stelpunum í Tyrklandi Íslenska 20 ára landslið kvenna í handbolta endaði í síðasta sæti í sínum riðli í undankeppni HM sem fram fór í Tyrklandi um páskana. Stelpurnar töpuðu öllum sínum þremur leikjum á móti Rússlandi, Rúmeníu og Tyrklandi. 9.4.2012 06:00 Umfjöllun: Króatía - Ísland 31-28 Íslenska landsliðið í handbolta endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir þriggja marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum í Króatíu í dag. Króatar voru með frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og unnu nokkuð öruggan sigur. Króatar náðu mest sjö marka forskoti í seinni hálfleik en íslensku strákarnir hættu aldrei og tókst að minnka muninn í lokin ekki síst vegna góðrar markvörslu Hreiðars Levý Guðmundssonar. 8.4.2012 15:15 Spánverjar slátruðu Pólverjum og skutu Serba inn á ÓL Serbía varð sjötta og síðasta þjóðin til að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í London þegar forkeppninni lauk í kvöld. Spánverjar sáu til þess með ellefu marka sigri á Pólverjum að Serbar komust áfram á betri markatölu. 8.4.2012 20:45 Guðjón Valur markahæstur í riðlinum - skoraði 25 mörk í 3 leikjum Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna í London en hann skoraði 25 mörk í leikjunum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði fjórum mörkum meira en Króatinn Ivan Cupic sem varð í 2. sæti en í þriðja sætinu varð Japaninn Daisuke Miuazaki með 15 mörk. 8.4.2012 18:45 Strákarnir tryggðu sig inn á EM í Tyrklandi - myndir Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Tyrklandi í sumar með því að vinna fjögurra marka sigur á Eistlandi í Víkinni í dag. Íslenska liðið vann því báða leiki sína í riðlinum og er komið á EM. 8.4.2012 18:23 Fimm af sex Ólympíusætum klár | Barátta á milli Serba og Pólverja Fimm þjóðir hafa þegar tryggt sér farseðil á Ólympíuleikana í London þrátt fyrir að einn leikdagur sé eftir í forkeppni handboltakeppni ÓL 2012. Ísland og Króatía komust áfram úr okkar í riðli í gær og Svíþjóð, Ungverjaland og Spánn eru líka búin að tryggja sér Ólympíusætið. 8.4.2012 13:30 20 ára strákarnir geta tryggt sig inn á EM í dag | Mæta Eistum í Víkinni Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta er í góðum málum í undankeppni EM sem fer fram hér á landi. Íslensku strákarnir unnu Bosníu í fyrsta leiknum og eftir sigur Bosníumanna á Eistum í gær er ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Eistlandi til þess að tryggja sér sæti á EM. 8.4.2012 13:00 Árni Þór raðaði inn mörkum í lokin og tryggði Bittenfeld jafntefli Árni Þór Sigtryggsson var hetja Bittenfeld í þýsku b-deildinni í handbolta í gær þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við VfL Potsdam. Árni Þór skoraði jöfunarmarkið á lokasekúndunni. Árni Þór skoraði alls níu mörk í leiknum sem er langt yfir meðalskori hans sem eru 2,5 mörk í leik. 8.4.2012 11:52 Ólafur Stefánsson hvíldur gegn Króatíu Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Króatíu í lokaleik sínum í undanriðli Ólympíuleikanna í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í liðið í stað Ólafs. 8.4.2012 09:04 Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur "Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag. 7.4.2012 18:42 Umfjöllun: Japan - Ísland - 30-41 | Íslendingar komnir á Ólympíuleikana Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana í Lundúnum sem verða haldnir í sumar eftir frábæran ellefu marka sigur, 30-41 á Japönum. Leikurinn í dag var algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið og var greinilegt að strákarnir ætluðu sér ekki að missa af tækifærinu að komast á leikana. 7.4.2012 15:30 Ólafur Guðmundsson orðaður við IFK Kristianstad Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad en frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet. 7.4.2012 11:15 Strákarnir unnu mikilvægan sigur á Bosníu U-20 landslið Íslands í handbolta vann í kvöld afar mikilvægan sigur á jafnöldrum sínum frá Bosníu í undankeppni EM, 30-28. 6.4.2012 22:39 Guðmundur: Vil ekki sjá svona kæruleysisleg skot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var í viðtali hjá Guðjón Guðmundssyni á Stöð 2 Sport eftir sigurinn á móti Síle í dag þar sem að hann fór yfir leik íslenska liðsins. 6.4.2012 20:22 Sjá næstu 50 fréttir
Haukar vinna á vörn og markvörslu Seinni undanúrslitaviðureignin í N1-deild karla hefst í kvöld þegar HK sækir deildarmeistara Hauka heim. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Fram, til þess að spá í spilin. 18.4.2012 07:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 26-25 FH vann Akureyri, 26-25, eftir framlengingu í fyrsta leik undanúrslitana í N1-deild karla í handkattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í kvöld. FH var ívið sterkari aðilinn allan leikinn en Akureyri gafst aldrei upp og komu alltaf til baka. Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk en hann jafnaði leikinn rétt fyrir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti. FH-ingar voru sterkari í framlengingunni og unnu frábæran sigur. 17.4.2012 18:30
Biðin á enda | Úrslitakeppni N1-deildar karla hefst í kvöld Úrslitakeppni N1-deildar karla hefst loksins í kvöld þegar Akureyri sækir Íslandsmeistara FH heim. Á morgun mætast síðan Haukar og HK. 17.4.2012 13:30
Eyjakonur komnar í undanúrslitin - mæta Fram ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Gróttu, 24-19, í oddaleik í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBv vann fyrsta leikinn en Gróttukonum tókst að jafna metin í öðrum leiknum á Seltjarnarnesi. ÍBV mætir Fram í undanúrslitunum sem hefjast strax á fimmtudagskvöldið. 16.4.2012 21:16
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16.4.2012 15:50
Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. 16.4.2012 15:04
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16.4.2012 13:00
Sveinn valinn bestur í umferðum 15-21 í N1-deild karla Haukamaðurinn Sveinn Þorgeirsson var nú í hádeginu valinn besti leikmaður umferða 15-21 í N1-deild karla. Sveinn var einnig valinn besti varnarmaðurinn. 16.4.2012 12:15
Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. 15.4.2012 14:47
Hamburg saumar að Degi og félögum | Góður sigur Löwen Þrír leikir fóru fram nú síðdegis í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hamburg vann öruggan útisigur á Grosswallstadt og er nú einu stigi á eftir Füchse Berlin sem féll niður í þriðja sæti deildarinnar í dag. 14.4.2012 19:42
Stjarnan flaug áfram í undanúrslitin | Unnu einvígið gegn HK 2-0 Stjarnan fór nokkuð þægilega í undanúrslit N1-deildar kvenna í handknattleik en liðið bar sigur úr býtum gegn HK, 34-29, í Digranesinu í dag vann því einvígið 2-0. 14.4.2012 17:57
Grótta sigraði ÍBV og tókst að knýja fram oddaleik Stelpurnar í Gróttu neita að fara í sumarfrí en þeim tókst að knýja fram oddaleik þegar liðið bar sigur úr býtum gegn ÍBV, 20-19, á Seltjarnarnesinu í dag en leikið er um sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik. 14.4.2012 16:34
AG tapaði fyrsta stiginu í úrslitakeppninni AG mátti sætta sig við jafntefli gegn Skjern á útivelli í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur voru 29-29 en þrátt fyrir jafnteflið er AG með væna forystu í sínum riðli. 14.4.2012 15:06
Füchse Berlin missti annað sætið Flensburg komst upp í annað sæti þýsku úrvalsedeildarinnar í dag með tveggja marka sigri á Füchse Berlin á heimavelli, 27-25. Lærisveinar Dags Sigurðssonar máttu játa sig sigraða eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik. 14.4.2012 14:45
Heimir Örn og Bjarni taka við Akureyrarliðinu í sumar Handboltafélag Akureyrar réð í dag þá Heimi Örn Árnason og Bjarna Fritzson sem þjálfara karlaliðsins næstu tvö árin. Þeir taka við starfinu af Atla Hilmarssyni sem lætur af störfum í lok leiktíðar. 13.4.2012 15:34
Úrslitakeppni N1-deildar kvenna | ÍBV og Stjarnan unnu fyrstu leikina Úrslitakeppni N1-deildar kvenna í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. ÍBV lagði þá Gróttu á meðan Stjarnan skellti HK. 12.4.2012 21:30
Rúnar áfram í herbúðum Bergischer HC Rúnar Kárason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Bergischer HC. Hann er sagður hafa hafnað mörgum tilboðum frá öðrum liðum. 12.4.2012 14:15
Þórir fékk nýjan samning - með norsku stelpurnar fram yfir Río 2016 Þórir Hergeirsson, þjálfari Heims- og Evrópumeistara Noregs, hefur framlengt samning sinn við norska handboltasambandið og mun stýra norska kvennalandsliðið fram yfir Ólympíuleikana í Ríó 2016. 12.4.2012 13:00
AG komið í undanúrslit danska handboltans Danska ofurliðið AG hélt í kvöld ótrautt áfram í átt að úrslitarimmu danska handboltans er það lagði Team Tvis Holstebro, 30-28. Með sigrinum tryggði AG sér sæti í undanúrslitunum. 11.4.2012 21:58
Kiel misstígur sig ekki | Fínn sigur hjá Berlin Sigurganga Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik hélt áfram í kvöld er liðið vann sannfærandi útisigur, 25-31, á Lemgo. 11.4.2012 19:59
Sólveig Lára valin best Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna í umferðum 9-16. Þá var úrvalslið umferðanna einnig valið í dag. 11.4.2012 14:15
Wetzlar lagði Hannover í uppgjöri Íslendingaliðanna Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar unnu dramatískan sigur, 20-19, á Íslendingaliðinu Hannover Burgdorf í þýska handboltanum í kvöld. 10.4.2012 19:50
Löwen lá gegn meisturunum Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen urðu af mikilvægum stigum í kvöld er þeir töpuðu á útivelli, 27-24, gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg. 10.4.2012 19:00
Patrekur tekur við Val | Fer eflaust aftur út síðar Patrekur Jóhannesson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við N1-deildarlið Vals. Patrekur tekur við liðinu af Óskari Bjarna Óskarssyni sem mun þjálfa í Danmörku næsta vetur. 10.4.2012 18:05
Íslensku landsliðsmennirnir fá stutta pásu Rhein-Neckar Löwen og Hamburg eigast við í mikilvægum leik í þýsku úrvalsdeildinni í dag en aðeins tveir dagar eru frá því að Ísland spilaði við Króatíu í forkeppni ÓL í Króatíu. 10.4.2012 16:00
Ísland í þriðja styrkleikaflokki á Ólympíuleikunum Ísland verður með Ungverjalandi í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Lundúnum. 10.4.2012 09:51
Ríf vonandi ekki eitthvað fyrir þessa Ólympíuleika Vignir Svavarsson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir sigra á Síle og Japan í Króatíu. Vignir, sem missti af tveimur síðustu Ólympíuleikum, sér nú fyrstu Ólympíuleikana í hillingum. 10.4.2012 08:00
Fimmtu Ólympíuleikarnir hjá Guðmundi Strákarnir okkar eru komnir inn á Ólympíuleikana í London eftir að þeir náðu öðru sætinu í sínum riðli í forkeppninni sem fram fór í Króatíu um páskana. Íslenska liðið tryggði sér farseðilinn með sannfærandi sigrum á Síle og Japan í tveimur fyrstu leikjum sínum. Tap í lokaleiknum á móti Króatíu skipti ekki máli því Guðmundur Guðmundsson var búinn að koma íslenska liðinu inn á þriðju Ólympíuleikana í röð. 10.4.2012 07:30
Guðjón Valur skoraði mest allra í riðlunum þremur Guðjón Valur Sigurðsson var ekki aðeins markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikana í London því enginn leikmaður skoraði fleiri mörk en okkar maður í riðlunum þremur. 9.4.2012 11:30
Fleiri en Ólafur að kveðja í London - Kim Andersson að hætta Sænska stórskyttan Kim Andersson, sem leikur fyrir Alfreð Gíslason hjá Kiel, tilkynnti það eftir að hafa hjálpað Svíum inn á ÓL í London, að hann myndi spila sína síðustu landsleiki á Ólympíuleikunum í London. 9.4.2012 09:00
AG þarf ekki að hafa áhyggjur af Rutenka á Parken Stórskyttan Siarhei Rutenka missir af fyrri leik Barcelona og danska liðsins AG frá Kaupmannahöfn í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir að ljóst varð að EHF staðfesti leikbann hans. 9.4.2012 07:00
Þrjú töp í þremur leikjum hjá 20 ára stelpunum í Tyrklandi Íslenska 20 ára landslið kvenna í handbolta endaði í síðasta sæti í sínum riðli í undankeppni HM sem fram fór í Tyrklandi um páskana. Stelpurnar töpuðu öllum sínum þremur leikjum á móti Rússlandi, Rúmeníu og Tyrklandi. 9.4.2012 06:00
Umfjöllun: Króatía - Ísland 31-28 Íslenska landsliðið í handbolta endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir þriggja marka tap á móti Króatíu í lokaleiknum í Króatíu í dag. Króatar voru með frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og unnu nokkuð öruggan sigur. Króatar náðu mest sjö marka forskoti í seinni hálfleik en íslensku strákarnir hættu aldrei og tókst að minnka muninn í lokin ekki síst vegna góðrar markvörslu Hreiðars Levý Guðmundssonar. 8.4.2012 15:15
Spánverjar slátruðu Pólverjum og skutu Serba inn á ÓL Serbía varð sjötta og síðasta þjóðin til að tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í London þegar forkeppninni lauk í kvöld. Spánverjar sáu til þess með ellefu marka sigri á Pólverjum að Serbar komust áfram á betri markatölu. 8.4.2012 20:45
Guðjón Valur markahæstur í riðlinum - skoraði 25 mörk í 3 leikjum Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn í riðli Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna í London en hann skoraði 25 mörk í leikjunum þremur eða 8,3 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur skoraði fjórum mörkum meira en Króatinn Ivan Cupic sem varð í 2. sæti en í þriðja sætinu varð Japaninn Daisuke Miuazaki með 15 mörk. 8.4.2012 18:45
Strákarnir tryggðu sig inn á EM í Tyrklandi - myndir Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Tyrklandi í sumar með því að vinna fjögurra marka sigur á Eistlandi í Víkinni í dag. Íslenska liðið vann því báða leiki sína í riðlinum og er komið á EM. 8.4.2012 18:23
Fimm af sex Ólympíusætum klár | Barátta á milli Serba og Pólverja Fimm þjóðir hafa þegar tryggt sér farseðil á Ólympíuleikana í London þrátt fyrir að einn leikdagur sé eftir í forkeppni handboltakeppni ÓL 2012. Ísland og Króatía komust áfram úr okkar í riðli í gær og Svíþjóð, Ungverjaland og Spánn eru líka búin að tryggja sér Ólympíusætið. 8.4.2012 13:30
20 ára strákarnir geta tryggt sig inn á EM í dag | Mæta Eistum í Víkinni Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta er í góðum málum í undankeppni EM sem fer fram hér á landi. Íslensku strákarnir unnu Bosníu í fyrsta leiknum og eftir sigur Bosníumanna á Eistum í gær er ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Eistlandi til þess að tryggja sér sæti á EM. 8.4.2012 13:00
Árni Þór raðaði inn mörkum í lokin og tryggði Bittenfeld jafntefli Árni Þór Sigtryggsson var hetja Bittenfeld í þýsku b-deildinni í handbolta í gær þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við VfL Potsdam. Árni Þór skoraði jöfunarmarkið á lokasekúndunni. Árni Þór skoraði alls níu mörk í leiknum sem er langt yfir meðalskori hans sem eru 2,5 mörk í leik. 8.4.2012 11:52
Ólafur Stefánsson hvíldur gegn Króatíu Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Króatíu í lokaleik sínum í undanriðli Ólympíuleikanna í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í liðið í stað Ólafs. 8.4.2012 09:04
Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur "Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag. 7.4.2012 18:42
Umfjöllun: Japan - Ísland - 30-41 | Íslendingar komnir á Ólympíuleikana Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana í Lundúnum sem verða haldnir í sumar eftir frábæran ellefu marka sigur, 30-41 á Japönum. Leikurinn í dag var algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið og var greinilegt að strákarnir ætluðu sér ekki að missa af tækifærinu að komast á leikana. 7.4.2012 15:30
Ólafur Guðmundsson orðaður við IFK Kristianstad Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad en frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet. 7.4.2012 11:15
Strákarnir unnu mikilvægan sigur á Bosníu U-20 landslið Íslands í handbolta vann í kvöld afar mikilvægan sigur á jafnöldrum sínum frá Bosníu í undankeppni EM, 30-28. 6.4.2012 22:39
Guðmundur: Vil ekki sjá svona kæruleysisleg skot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var í viðtali hjá Guðjón Guðmundssyni á Stöð 2 Sport eftir sigurinn á móti Síle í dag þar sem að hann fór yfir leik íslenska liðsins. 6.4.2012 20:22