Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 25-28 | FH í úrslitin Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 25. apríl 2012 13:41 FH fær tækifæri til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta eftir að hafa rutt Akureyringum úr vegi í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deildar karla. FH vann fjórða leik liðanna í kvöld og þar með rimmuna, 3-1. FH-ingar voru skrefi framar nánast allan leikinn en Akureyringar voru þó aldrei langt undan. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 14-12. Liði Akureyrar dugði ekkert annað en sigur í þessum leik og gaf Sveinbjörn Pétursson, markvörður liðsins, tóninn þegar hann varði víti Hjalta Þór Pálmasonar í upphafi leiksins. Í upphafi var jafnræði með liðunum og þau skiptust á að leiða með einu marki. Það var svo á 19. mínútu sem það lifnaði heldur betur yfir leiknum. Akureyringar misstu tvo leikmenn af velli með stuttu millibili og FH-ingar gengu á lagið og náðu mest fimm marka forustu. Undir lok hálfleiksins svöruðu Akureyringar aftur fyrir sig og náðu að minnka forskotið niður í tvö mörk, 12-14. Nokkuð illa gekk hjá leikmönnum beggja liða að koma boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks. Markverðir beggja liða vörðu vel ásamt því að sóknarleikur liðanna gekk ekki að óskum. FH-ingum tókst þó að halda Akureyringum 2-3 mörkum frá sér þangað til um tíu mínútur voru eftir en þá náðu Akureyringar að minnka muninn í eitt mark. Nær komust Akureyringar þó ekki og á endanum landaði FH verðskulduðum þriggja marka sigri.Ólafur: óþarfi að gefa HK auka frí „Það er algjör óþarfi að gefa HK lengra frí til að jafna sig þannig að við lögðum upp með það að klára þetta í kvöld. Það var frábært að það hafðist," sagði Ólafur sem var markaæhstur leikmanna FH ásamt Ragnari Jóhannssyni. „Annars var hrikalega lítill munur á liðunum í kvöld. Við náðum smá forskoti en þeir náðu svo að minnka muninn í eitt mark. Eftir það var leikurinn í járnum en við græddum á því að eiga óþreytta menn á bekknum fyrir lokasprettinn. Ég fékk hvíld í síðasta leik þannig að ég var fullur af orku í dag og ætlaði mér að klára þetta í þessum leik."Kristján: Ekki gaman nema að þetta sé erfitt „Við vorum með aðeins meiri breidd og náðum að rúlla á fleiri leikmönnum. 6-0 vörnin okkar var mjög sterk og þeir áttu í erfiðleikum með hana. Raggi átti frábæran leik og Óli kom mjög sterkur inn í seinni hálfleikinn. Aðrir leikmenn líka að gera góða hluti," sagði Kristján. „Við héldum þeim niðri í hraðaupphlaupum þangað til að þeir fóru að taka áhættu og keyra á okkur. Með því náðu þeir að komast aftur inn í leikinn en við héldum okkar línu, fórum ekki á taugum og náðum að koma þessu í hús." „Þetta er 17. leikurinn sem við spilum gegn Akureyri núna á tveimur árum í opinberum leikum á vegum HSÍ - vídeófundirnir voru orðnir ansi þreyttir. Það er gott að fá aðeins að hvíla okkur fyrir átökin á móti HK sem sýndi virkilega mikinn styrkleika á móti Haukum. Það verður erfitt en annars væri ekkert gaman að þessu."Atli: Við hefðum viljað fara lengra „Þetta féll svolítið með þeim í dag og vorum við frekar óheppnir," sagði Atli Hilmarsson, sem stýrði Akureyri í síðasta sinn í kvöld. „Það verður ekkert tekið af FH-ingum - þeir spiluðu vel. Þegar við lentum tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik misstum við dampinn. Það var ætlunin að jafna leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks en við fórum svolítið illa að ráði okkar." „Við hefðum þurft að ná að jafna leikinn en komumst aldrei nær en einu marki. FH-ingarnir spiluðu bara vel og eru verðugir sigurvegarar þessa einvígis." „Við vorum búnir að hafa mikið fyrir því að komast í þessa úrslitakeppni og lentum í miklum hremmingum á leiðinni. Mér fannst samt mjög flott að ná þriðja sætinu í deildinni og við hefðum viljað fara lengra í úrslitakeppninni. Ég vil meina að við séum með lið til þess en heimaleikjarétturinn reyndist ef til vill dýrmætur fyrir FH-inga þegar uppi var staðið." Olís-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
FH fær tækifæri til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta eftir að hafa rutt Akureyringum úr vegi í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deildar karla. FH vann fjórða leik liðanna í kvöld og þar með rimmuna, 3-1. FH-ingar voru skrefi framar nánast allan leikinn en Akureyringar voru þó aldrei langt undan. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 14-12. Liði Akureyrar dugði ekkert annað en sigur í þessum leik og gaf Sveinbjörn Pétursson, markvörður liðsins, tóninn þegar hann varði víti Hjalta Þór Pálmasonar í upphafi leiksins. Í upphafi var jafnræði með liðunum og þau skiptust á að leiða með einu marki. Það var svo á 19. mínútu sem það lifnaði heldur betur yfir leiknum. Akureyringar misstu tvo leikmenn af velli með stuttu millibili og FH-ingar gengu á lagið og náðu mest fimm marka forustu. Undir lok hálfleiksins svöruðu Akureyringar aftur fyrir sig og náðu að minnka forskotið niður í tvö mörk, 12-14. Nokkuð illa gekk hjá leikmönnum beggja liða að koma boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks. Markverðir beggja liða vörðu vel ásamt því að sóknarleikur liðanna gekk ekki að óskum. FH-ingum tókst þó að halda Akureyringum 2-3 mörkum frá sér þangað til um tíu mínútur voru eftir en þá náðu Akureyringar að minnka muninn í eitt mark. Nær komust Akureyringar þó ekki og á endanum landaði FH verðskulduðum þriggja marka sigri.Ólafur: óþarfi að gefa HK auka frí „Það er algjör óþarfi að gefa HK lengra frí til að jafna sig þannig að við lögðum upp með það að klára þetta í kvöld. Það var frábært að það hafðist," sagði Ólafur sem var markaæhstur leikmanna FH ásamt Ragnari Jóhannssyni. „Annars var hrikalega lítill munur á liðunum í kvöld. Við náðum smá forskoti en þeir náðu svo að minnka muninn í eitt mark. Eftir það var leikurinn í járnum en við græddum á því að eiga óþreytta menn á bekknum fyrir lokasprettinn. Ég fékk hvíld í síðasta leik þannig að ég var fullur af orku í dag og ætlaði mér að klára þetta í þessum leik."Kristján: Ekki gaman nema að þetta sé erfitt „Við vorum með aðeins meiri breidd og náðum að rúlla á fleiri leikmönnum. 6-0 vörnin okkar var mjög sterk og þeir áttu í erfiðleikum með hana. Raggi átti frábæran leik og Óli kom mjög sterkur inn í seinni hálfleikinn. Aðrir leikmenn líka að gera góða hluti," sagði Kristján. „Við héldum þeim niðri í hraðaupphlaupum þangað til að þeir fóru að taka áhættu og keyra á okkur. Með því náðu þeir að komast aftur inn í leikinn en við héldum okkar línu, fórum ekki á taugum og náðum að koma þessu í hús." „Þetta er 17. leikurinn sem við spilum gegn Akureyri núna á tveimur árum í opinberum leikum á vegum HSÍ - vídeófundirnir voru orðnir ansi þreyttir. Það er gott að fá aðeins að hvíla okkur fyrir átökin á móti HK sem sýndi virkilega mikinn styrkleika á móti Haukum. Það verður erfitt en annars væri ekkert gaman að þessu."Atli: Við hefðum viljað fara lengra „Þetta féll svolítið með þeim í dag og vorum við frekar óheppnir," sagði Atli Hilmarsson, sem stýrði Akureyri í síðasta sinn í kvöld. „Það verður ekkert tekið af FH-ingum - þeir spiluðu vel. Þegar við lentum tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik misstum við dampinn. Það var ætlunin að jafna leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks en við fórum svolítið illa að ráði okkar." „Við hefðum þurft að ná að jafna leikinn en komumst aldrei nær en einu marki. FH-ingarnir spiluðu bara vel og eru verðugir sigurvegarar þessa einvígis." „Við vorum búnir að hafa mikið fyrir því að komast í þessa úrslitakeppni og lentum í miklum hremmingum á leiðinni. Mér fannst samt mjög flott að ná þriðja sætinu í deildinni og við hefðum viljað fara lengra í úrslitakeppninni. Ég vil meina að við séum með lið til þess en heimaleikjarétturinn reyndist ef til vill dýrmætur fyrir FH-inga þegar uppi var staðið."
Olís-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni