Handbolti

Fimm mörk Kára Kristjáns dugðu ekki til gegn Lemgo

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Kristján var atkvæðamikill á línunni í dag.
Kári Kristján var atkvæðamikill á línunni í dag.
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar máttu sætta sig við átta marka tap á útivelli gegn Lemgo í dag, 32-24. Kári var markahæstur gestanna með fimm mörk.

Lemgo leiddi með sex mörkum í hálfleik 17-11 og áttu gestirnir litla möguleika gegn reynslumiklu liði Lemgo.

Rolf Hermann skoraði níu mörk fyrir heimamenn en Kári Kristján var markahæstur gestanna sem fyrr segir ásamt Lars Friedrich.

Lemgo situr í sjöunda sæti deildarinnar en Wetzlar er í fjórtánda sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×