Handbolti

Hannes Jón fór á kostum í jafnteflisleik

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson.
Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf nældi sér í eitt stig er það mætti Hüttenberg í þýska handboltanum í kvöld. Lokatölur 29-29.

Hannes Jón Jónsson fór hamförum í liði Hannover og skoraði 8 mörk í leiknum. Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Hannover.

Hannover er jafnt Grosswallstadt að stigum í 14.-15. sæti úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×