Handbolti

Kiel nældi í ótrúlegt jafntefli gegn Zagreb í Meistaradeildinni

Aron átti fína spretti í kvöld.
Aron átti fína spretti í kvöld.
Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel sýndu ótrúlega þrautseigju í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er þeir snéru töpuðum leik upp í jafntefli. Eftir að hafa lent sjö mörkum undir í síðari hálfleik kom Kiel til baka og tryggði sér jafntefli, 31-31. Þetta var fyrri leikur liðanna og Kiel stendur því ansi vel að vígi fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum.

Kiel byrjaði leikinn miklu betur og komst í 5-1. Leikmenn Zagreb rönkuðu þá við sér og leiddu með þrem mörkum í hálfleik, 15-12.

Þeir héldu áfram að bæta við það forskot og komust meðal annars í sjö marka forystu, 20-13. Þá tóku leikmenn Alfreðs við sér og byrjuðu að saxa á forskot Zagreb á nýjan leik.

Leikmenn Kiel eru ótrúlegir og þeir náðu að jafna leikinn, 30-30, þegar um þrjár mínútur voru eftir. Hvort lið skoraði eitt mark eftir það og jafntefli niðurstaðan.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í leiknum en þetta var fyrsti leikur hans eftir meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×