Handbolti

Þórey Rósa skoraði þrjú mörk og efsta sæti riðilsins tryggt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórey Rósa á ferðinni með íslenska landsliðinu.
Þórey Rósa á ferðinni með íslenska landsliðinu. Mynd / Pjetur
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Team Tvis Holstebro sem lagði Randers að velli 35-29 í dag í úrslitakeppni danska handboltans.

Jafnt var í hálfleik 17-17 en heimakonur sigu fram úr í síðari hálfleik og unnu sex marka sigur. Rut Jónsdóttir er einnig á mála hjá liðinu en var ekki meðal markaskorara í dag.

Team Tvis Holstebro hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum. Með sigrinum tryggði liðið sér efsta sætið í sínum riðli úrslitakeppninnar og ljóst að liðið mætir Viborg í undanúrslitum.

Fyrsti leikur liðanna fer fram á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×