Handbolti

Góður sigur hjá liðsmönnum Aðalsteins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Vilhelm
Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Eisenach unnu eins marks sigur á Erlangen í næstefstu deild þýska handboltans í dag. Lokatölurnar 20-19 fyrir heimamenn.

Þá skoraði Björgvin Hólmgeirsson eitt mark fyrir Rheinland sem tapaði 30-25 á útivelli gegn Saarlouis.

Ernir Arnarson skoraði fjögur mörk og Fannar Friðgeirsson þrjú þegar TV Emsdetten tapaði 29-26 á útivelli gegn Tusem Essen í gær.

Heimamenn höfðu eins marks forystu í hálfleik 14-13 en náðu fljótlega öruggri forystu í síðari hálfleiknum sem þeir létu aldrei af hendi.

Emsdetten er í 5.-6. sæti deildarinnar ásamt Eisenach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×