Handbolti

Naumur sigur hjá Löwen í EHF-bikarnum

Guðmundur, Róbert og félagar mega hafa sig alla við til þess að komast í úrslitaleikinn.
Guðmundur, Róbert og félagar mega hafa sig alla við til þess að komast í úrslitaleikinn.
Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar, vann nauma eins marks sigur, 33-32, á Göppingen í fyrri leik liðanna í undanúrslitum EHF-bikarsins.

Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram á heimavelli Löwen. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir Löwen.

Róbert Gunnarsson komst ekki á blað hjá Löwen en hinn línumaður liðsins, Norðmaðurinn Bjarte Myrhol, var markahæstur með sjö mörk.

Það bíður erfitt verkefni fyrir Guðmund að verja þetta nauma forskot í seinni leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×