Handbolti

Mikilvægur sigur hjá Sverre og félögum í botnbaráttunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sverre þykir harður í horn að taka í vörninni.
Sverre þykir harður í horn að taka í vörninni. Nordic Photos / Getty
Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt unnu í kvöld kærkominn heimasigur á N-Lübbecke 28-24. Sverre var fastur fyrir í vörninni en komst ekki á blað í leiknum.

Michael Spatz, hægri hornamaður Grosswallstadt, fór á kostum í leiknum og skoraði ellefu mörk. Þar af nýtti hann öll þrjú víti sín.

Grosswallstadt lyfti sér með sigrinum í 12. sæti deildarinnar með 22 stig en liðið hefur þó leikið leik meira en flest önnur lið í neðri hlutanum.

Íslenska varnartröllið var áminnt snemma leiks og fékk tvívegis að kæla sig í tvær mínútur á varamannabekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×