Handbolti

Fuchse Berlin fór áfram á ótrúlegan hátt | Alexander fór á kostum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fuchse Berlin vann magnaðan sigur, 29-18, á Ademar León í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Berlín.

Fyrri leikur liðanna fór fram á Spáni og þá vann Ademar León 34-23. Fuchse þurfi því að vinna stórt í dag sem þeir gerðu.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar komust því áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir ellefu marka sigur á Spánverjunum en þeir fara áfram þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli.

Alexander Peterson átti stórleik í liði Fuchse Berlin en hann skoraði níu mörk. Silvio Heinevetter var einnig frábær í markinu hjá heimamönnum en hann varði 23 bolta.

Ótrúlegur sigur hjá Fuchse Berlin sem fer svo sannarlega í sögubækurnar í handboltanum.

Dregið verður í undanúrslitin þann 2. maí en liðin sem verða í pottinum eru AGK, Fuchse Berlin, Atletico Madrid og Kiel eða Croatia Zagreb sem mætast síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×