Handbolti

Lærisveinar Dags flengdir á Spáni

Alexander Petersson.
Alexander Petersson.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í liði Füchse Berlin eiga ekki mikla von um að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir stórt tap, 34-23, gegn Ademar Leon á Spáni.

Þetta var fyrri leikur liðanna og verkefni Berlin fyrir seinni leikinn er risavaxið.

Alexander Petersson lék talsvert fyrir Berlin í leiknum og þar af talsvert í sókninni. Hann náði að skora fjögur mörk í leiknum.

Seinni leikur liðanna fer fram í Berlín um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×