Fleiri fréttir

Makedóníumenn héldu út á móti Pólverjum

Makedónía vann tveggja marka sigur á Póllandi 27-25, í fyrsta leik dagsins í milliriðli eitt á EM í handbolta í Serbíu. Makedónía var sex mörkum yfir í hálfleik og náði að hanga á forystunni í þeim seinni. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og gerðu það vel.

Serbar og Þjóðverjar eru í dauðfæri á EM í Serbíu | þrír leikir í dag

Þrír leikir fara fram í milliriðli A á Evrópumeistaramótinu í handbolta karla í Serbíu í dag. Þjóðverjar og Serbar eru í tveimur efstu sætum riðilsins með 5 stig. Tvö efstu sætin tryggja sæti í undanúrslitum en efsta liðið í A-riðli leikur gegn liði nr. 2 í B-riðli, og lið nr. 2 úr A-riðli leikur gegn efsta liðinu úr B-riðli þar sem Íslendingar eru.

Þórir: Ekki hættir í þessari keppni

"Þetta er mun skemmtilegra núna en í síðustu leikjum. Það var allt annar hugur í okkur núna. Við vildum sýna þjóðinni og okkur sjálfum að við værum ekkert hættir í þessari keppni," sagði hornamaðurinn frá Selfossi, Þórir Ólafsson, en hann skoraði fjögur mörk í leiknum gegn Ungverjum í gær.

Ólafur Bjarki og Rúnar: Mjög gaman að skora

Kjúklingarnir í íslenska landsliðshópnum fengu nánast allir að spila í sigrinum glæsilega gegn Ungverjum í gær. Þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason fengu nokkuð að spila og Ólafur Guðmundsson kom inn undir restina. Aðeins Aron Rafn Eðvarðsson fékk ekki tækifærið í dag.

Þeir áttu ekki séns í okkur

"Svona þekkjum við okkur en þetta kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði varnarjaxlinn Sverre Jakobsson en varnarleikurinn hrökk loksins almennilega í gang í Ungverjaleiknum í gær.

Strákarnir mættir aftur

Eftir slaka leiki gegn Noregi og Slóveníu sýndu strákarnir okkar sitt rétta andlit í gær er þeir völtuðu yfir sterka Ungverja, 27-21, í fyrsta leik Íslands í milliriðli. Vörnin og markvarslan small loksins og ungu strákarnir sýndu sig og sönnuðu.

Ungverjar teknir í bakaríið | Myndir

Strákarnir okkar sýndu og sönnuðu í dag að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir unnu magnaðan sigur á Ungverjum, 27-21, og eru þar með komnir á blað í sínum milliriðli á EM í Serbíu.

Anton og Hlynur dæma í Belgrad á morgun

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu á morgun dæma viðrureign Póllands og Makedóníu í milliriðli 1 á Evrópumeistaramótinu í handbolta.

Spánverjar fyrstir til að vinna Króata

Spánn vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur á Króatíu á EM í handbolta og tók þar með stórt skref í átt að undanúrslitum keppninnar.

Naumur sigur Frakka á Slóvenum

Frakkland er rétt eins og Ísland komið á blað í milliriðli 2 á EM í Serbíu en liðið vann í dag afar nauman sigur á Slóveníu, 28-26.

Björgvin: Var að losna við stóran bakpoka af áhyggjum og veseni

Það er óhætt að segja að það hafi þungu verið létt af markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni í dag. Hann hefur átt mjög erfitt uppdráttar það sem af er EM en sýndi sitt rétta andlit gegn Ungverjum í dag. Frammistaða hans átti stóran þátt í sigrinum góða.

Guðmundur: Horfðum mikið á okkur sjálfa

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn.

Arnór: Erum bestir þegar við erum kolruglaðir

Arnór Atlason fór mikinn í sigrinum gegn Ungverjum í dag en varð að hvíla talsvert í síðari hálfleik eftir að hafa fengið mikinn skell í leiknum. Lenti þá á bakinu með látum eftir að hafa keyrt inn í ungversku vörnina.

Aron: Gaman að sjá litlu strákana koma inn

Aron Pálmarsson var í gríðarlegu stuði eftir sigurinn á Ungverjum í dag og lék á alls oddi undir stúkunni. Aron gekk ekki heill til skógar í dag en náði samt að skila sínu.

Ásgeir Örn: Ákváðum að brosa meira

"Við erum svo miklir pappakassar. Það er alveg með ólíkindum hvað við getum við misjafnir," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson og hló dátt eftir sigurinn á Ungverjum í milliriðlinum í dag.

Fazekas varði eins og berserkur

Nandor Fazekas, markvörður Ungverja, átti ótrúlegan leik í fyrradag þegar að hans lið gerði sér lítið fyrir og skellti heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka.

Hundruð vopnaðra varða fyrir utan Pens Arena

Það er farið að styttast í leik Íslands og Ungverjalands í Novi Sad. Það er fyrsti leikur dagsins af þremur í milliriðlinum og er óhætt að segja að löggæsluaðilar hafi áhyggjur af því að hér gæti soðið upp úr.

Guðmundur: Ég iða í skinninu

Guðmundur Guðmundsson segir að íslenska landsliðið muni eins og áður gefa allt sitt í þá leiki sem liðið á eftir á EM í Serbíu.

Guðjón Valur: Nauðsynlegt að hugsa jákvætt

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson leiddi með góðu fordæmi er strákarnir voru komnir til Novi Sad. Gekk um brosandi kátur og reyndi að smita af sér á jákvæðan hátt. Guðjón er hokinn af reynslu og hefur upplifað þetta allt saman áður.

Björgvin Páll: Nýr staður og nýir andstæðingar

Þó svo að frammistaðan hafi valdið vonbrigðum er Björgvin Páll Gústavsson staðráðinn í að snúa gengi sínu og íslenska landsliðsins í handbolta við í milliriðlakeppninni á EM í Serbíu.

Tekið á móti strákunum með danssýningu

Strákarnir okkar ferðuðust í eina tvo tíma í dag frá smábænum Vrsac til Novi Sad sem er næststærsta borg Serbíu. Hér búa um 650 þúsund manns. Það var lítið um að vera í hinum 30 þúsund manna bæ Vrsac en allt annað er upp á teningnum hér.

Strákarnir komnir á lúxushótel í Novi Sad

Strákarnir okkar máttu sætta sig við að dúsa á frekar slöppu þriggja stjörnu hóteli í Vrsac en í Novi Sad búa þeir við mikinn lúxus. Þeir eru á gríðarstóru, fimm stjörnu hóteli þar sem er allt til alls.

ÍBV, Stjarnan og HK unnu í dag

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag og voru úrslitin öll eftir bókinni. HK er í þriðja sæti með tólf stig eftir sigur á FH en ÍBV og Stjarnan koma næst með tíu stig. Bæði lið unnu sína leiki í dag.

Hedin: Hefur verið mjög erfiður morgun

Robert Hedin, landsliðsþjálfari Noregs, var heldur niðurlútur þegar norskir fjölmiðlamenn ræddu við hann á hóteli norska liðsins í Vrsac í Serbíu.

Skof: Skipað af þjálfara að tapa með 1-2 mörkum

Slóvenarnir Gorazd Skof og Uros Zorman hafa tjáð sig um leikinn gegn Íslandi í gær þar sem Slóvenar gáfu eftir tvö mörk undir lokin til að tryggja að þeir færu áfram með tvö stig í milliriðilinn.

Breivik: Ekki svindl eða óíþróttamannslegt

Marit Breivik, fyrrum þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik og sigursælasti landsliðsþjálfari Norðmanna í liðsíþrótt. Marit Breivik, fyrrum þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik og sigursælasti landsliðsþjálfari Norðmanna í liðsíþrótt tjáði sig um lokakaflann í leik Íslands og Slóvenínu á EM í gær.

Norðurlöndin 1 - Balkansskaginn 11

Heimavöllurinn hefur oft reynst mikilvægur í handbolta. Svo virðist sem að það hafi í það minnsta verið tilfellið á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu.

Tvær breytingar á landsliðinu | Rúnar og Aron koma inn

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að nýta sér þann kost að skipta um tvo leikmenn í milliriðlinum. Þeir Rúnar Kárason og Aron Rafn Eðvarðsson markvörður koma inn í stað Odds Gretarssonar og Hreiðars Levý Guðmundssonar.

Arnór: Það vantar geðveikina í okkur

"Þetta er bara 5. flokks frammistaða hjá okkur. Án þess að ég muni það nákvæmlega þá held ég að þessi leikur sé eitthvað það lélegasta sem við höfum sýnt í langan tíma,“ sagði hundsvekktur Arnór Atlason eftir tapið gegn Slóveníu í gær.

Guðjón Valur: Komum okkur í þessa stöðu sjálfir

"Ég ætla að reyna að vanda orðavalið núna því ég vandaði það ekki í sjónvarpinu áðan,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði eftir tapið gegn Slóveníu í gær. Það sauð á fyrirliðanum og skal engan undra miðað við frammistöðu liðsins.

Stigalausir eins og Frakkar og Danir

Íslenska landsliðið komst áfram í milliriðla á EM í handbolta í Serbíu þrátt fyrir tap á móti Slóvenum í gær og spilar sinn fyrsta leik í milliriðlinum á móti Ungverjum á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir