Handbolti

Tvær breytingar á landsliðinu | Rúnar og Aron koma inn

Henry Birgir Gunnarsson í Belgrad skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að nýta sér þann kost að skipta um tvo leikmenn í milliriðlinum. Þeir Rúnar Kárason og Aron Rafn Eðvarðsson markvörður koma inn í stað Odds Gretarssonar og Hreiðars Levý Guðmundssonar.

Hvorugur þeirra hefur tekið þátt í stórmóti áður og þeir munu því væntanlega þreyta frumraun sína einhvern tímann á næstu dögum.

Aron kom óvænt til liðs við hópinn eftir að liðið var komið til Serbíu. Þá veiktist Björgvin Páll og Aron kom til öryggis. Hann er núna að fara að fá að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×