Handbolti

Svíar glutruðu niður ellefu marka forystu gegn Póllandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam Wisniewski skoraði tvö síðustu mörk Póllands í dag og tryggði sínum mönnum jafnteflið.
Adam Wisniewski skoraði tvö síðustu mörk Póllands í dag og tryggði sínum mönnum jafnteflið.
Þótt ótrúlega megi virðast náðu Svíar að missa ellefu marka forystu í hálfleik niður í jafntefli gegn Pólverjum á EM í handbolta í dag. Lokatölur voru 29-29.

Staðan í hálfleik var 20-9 fyrir Svíum en Pólverjar náðu að koma til baka með ótrúlegum seinni hálfleik og jafna metin, 29-29, þegar ein mínúta var til leiksloka.

Svíar fengu þrátt fyrir allt tækifæri til að skora úr lokasókninni en þorðu ekki einu sinni að taka skot. Boltinn var dæmdur af þeim þegar fimm sekúndur voru eftir en Pólverjar náðu ekki skoti að marki á þeim tíma.

Pólland skoraði sex af síðustu sjö mörkum leiksins en munurinn var fimm mörk, 28-23, þegar átta mínútur voru til leiksloka.

Bartlomiej Jaszka skoraði átta mörk fyrir Pólland en Niclas Ekberg var markahæstur hjá Svíum með sjö mörk.

Úrslit og staða í öllum riðlum á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×