Handbolti

Arnór: Það vantar geðveikina í okkur

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Arnór Atlason var valinn besti leikmaður Íslands af mótshöldurum en hann var með 5 mörk og 8 stoðsendingar.
Arnór Atlason var valinn besti leikmaður Íslands af mótshöldurum en hann var með 5 mörk og 8 stoðsendingar. Mynd/Vilhelm
„Þetta er bara 5. flokks frammistaða hjá okkur. Án þess að ég muni það nákvæmlega þá held ég að þessi leikur sé eitthvað það lélegasta sem við höfum sýnt í langan tíma," sagði hundsvekktur Arnór Atlason eftir tapið gegn Slóveníu í gær.

„Síðustu tveir leikir hafa verið lélegir. Sóknin hikstaði aðeins í dag en við skorum samt 32 mörk. Við erum langt á eftir þeim í varnarleiknum og ég veit ekki hvað er að. Ég er nánast orðlaus yfir þessu."

Arnór segir að augljóslega sé ýmislegt að hjá liðinu og þar á meðal stemningin.

„Mér finnst vanta stemningu í okkur. Við erum allt of rólegir. Það er óþolandi. Við þurfum að vera klikkaðir ef við ætlum að ná árangri. Það vantar alla geðveiki í okkur og þetta tap er alveg rosalega sárt," segir Arnór en hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en eftir leikinn að Slóvenar hefðu gefið Íslandi mörk undir lokin. Arnór segir að menn muni hafa metnað til þess að mæta í milliriðil með ekkert stig.

„Ef menn hafa ekki metnað til þess þá eiga þeir að fara heim. Þá hafa þeir ekkert að gera hérna. Við eigum eftir að spila í landsliðstreyjunni áfram á þessu móti og þeir sem hafa ekki áhuga á því eiga að fara heim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×