Fleiri fréttir

Launagreiðslur leikmanna Hearts tefjast enn

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í skoska úrvalsdeildarfélaginu Hearts hafa ekki enn fengið greidd laun fyrir nóvembermánuð. Félagið hefur ekkert gefið út um hvenær von sé á greiðslunum.

Allardyce vill fá Anelka til West Ham

Sam Allardyce, stjóri West Ham, segir að hann myndi gjarnan vilja fá sóknarmanninn Nicolas Anelka til liðs við West Ham frá Chelsea en þá ekki fyrr en næsta sumar.

Umboðsmaður: Vidic er með slitið krossband

Umboðsmaður varnarmannsins Nemanja Vidic hjá Manchester United hefur gefið í skyn að kappinn spili ekki meira á tímabilinu þar sem hann sé með slitið krossband í hné.

Ruiz: Hafði víst áhuga á Fulham

Bryan Ruiz, sóknarmaður Fulham, hefur dregið ummæli sín í land þess efnis að hann hafi aðeins samið við liðið peninganna vegna.

Inter mun ekki kaupa Tevez

Forráðamenn ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter hafa útilokað að félagið muni kaupa Carlos Tevez frá Manchester City.

Jarðaför Gary Speed verður aðeins fyrir þá nánustu

Jarðaför Gary Speed fer fram seinna í þessari viku og mun hún fara fram í Wales. Útförin mun fara fram fyrir luktum dyrum og aðeins fjölskylda hans og nánustu vinum verður boðið. Speed svipti sig lífi sunnudagsmorguninn 27. nóvember og öll breska þjóðin sameinaðist í sorg.

Anelka á leið til Kína

Samkvæmt frétt sem birtist á vef Sky Sports hefur franski framherjinn Nicolas Anelka komist að samkomulagi við kínverska félagið Shanghai Shenhua.

Arsenal vígir styttu af þremur goðsögnum um helgina

Arsenal ætlar að afhjúpa nýja styttu fyrir utan Emirates-leikvanginn á föstudaginn en hún var gerð í tilefni af 125 ára afmæli félagsins. Styttan er af þremur goðsögnum úr sögu félagsins, Herbert Chapman, Tony Adams og Thierry Henry.

Santos spilar ekki gegn Everton

Bakvörðurinn Andre Santos hjá Arsenal mun ekki spila með liðinu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni nú um helgina en hann meiddist á ökkla í leik liðsins gegn Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í gær.

Daily Mail: Heiðar fær nýjan samning og hærri laun

Enska dagblaðið Daily Mail fullyrðir í dag að Neil Warnock, stjóri QPR, ætli að verðlauna Heiðar Helguson fyrir góða frammistöðu á tímabilinu með nýjum og betri samningi við félagið.

Liverpool búið að skjóta tólf sinnum í marksúlurnar á tímabilinu

Liverpool-menn hafa verið duglegir að skjóta í stöng og slá á þessu tímabili og tvö skot bættust í hópinn í tapinu á móti Fulham á Craven Cottage í gærkvöldi. Liverpool-liðið hefur nú skotið 12 sinnum í marksúlurnar í fyrstu 14 leikjunum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða fimm sinnum oftar en næsta lið.

Boothroyd ánægður með Heiðar

Jay Boothroyd, sóknarmaður QPR og liðsfélagi Heiðars Helgusonar, er ánægður með Heiðar sem hefur nú skorað í fjórum heimaleikjum í röð.

Cahill fer ekki í leikbann

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fella rauða spjaldið sem Gary Cahill fékk í leik Bolton og Tottenham um helgina úr gildi. Hann mun því ekki taka út eins leiks bann sem hann hefði annars fengið.

Mancini vill losna við Tevez: Mikilvægt að selja hann

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sett pressu á það að félagið selji Carlos Tevez í janúar frekar en að lána hann. AC Milan hefur áhuga á argentínska framherjanum en hefur aðeins áhuga á að fá hann að láni.

Suarez enn á ný í vandræðum - gaf stuðningsmönnum Fulham fingurinn

Luis Suarez gengur mun betur þessa dagana að koma sér í vandræði en að finna marknetið hjá andstæðingum Liverpool-liðsins. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar að skoða nánar bendingar hans í átt að stuðningsmönnum Fulham eftir 0-1 tap Liverpool á Craven Cottage í gær.

Given frá næsta mánuðinn

Shay Given, markvörður Aston Villa, verður frá næsta mánuðinn vegna meiðsla í vöðva aftan á læri. Given meiddist þegar að Villa tapaði 1-0 fyrir Manchester United um helgina.

Berbatov ekki með United gegn Basel

Dimitar Berbatov verður ekki með Manchester United þegar að liðið mætir Basel í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Hann er meiddur á ökkla.

Dalglish kom Suarez til varnar

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var ekki ánægður með að stuðningsmenn Fulham hafi kallað Luis Suarez svindlara í leik liðanna í gær.

Beckham ætlar ekki út í þjálfun

David Beckham hefur staðfest að hann hafi ekki áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri félagsliðs eftir að leikmannaferli hans lýkur.

Milan má ræða við Tevez

AC Milan hefur fengið leyfi til að ræða við fulltrúa Carlos Tevez, að sögn Adriano Galliani, varaforseta Milan. Félagið hefur þó ekkert rætt við Manchester City um möguleg kaup á framherjanum.

Fyrrum leikmaður Man. Utd dæmdur í fangelsi

Ronnie Wallwork, fyrrum miðjumaður Man. Utd og WBA, er ekkert að gera sérstaklega góða hluti þessa dagana en hann hefur nú verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi.

Dempsey: Heppinn að boltinn kom til mín

Clint Dempsey, leikmaður Fulham, var þakklátur fyrir gjöfina frá Pepe Reina, markverði Liverpool. Úr þeirri gjöf skoraði Dempsey eina mark leiksins.

Dalglish: Nýttum ekki færin okkar

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sagði að leikmenn liðsins gætu ekki vorkennt sjálfum sjálfum sér eftir tapið gegn Fulham í kvöld.

Bolton áfrýjaði rauða spjaldinu

Owen Coyle, stjóri Bolton, var afar ósáttur við rauða spjaldið sem Gary Cahill, varnarmaður liðsins, fékk í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Félagið hefur áfrýjað spjaldinu.

Sunnudagsmessan: Steve Bruce kvaddur

Steve Bruce varð fyrir helgi fyrsti knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem fékk að taka poka sinn á tímabilinu. Hann var kvaddur með virktum í Sunnudagsmessunni í Stöð 2 Sport um helgina.

Sunnudagsmessan: Rautt spjald á Cahill

Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport skoðuðu rauða spjaldið sem Stuart Atwell dómari gaf Gary Cahill, leikmanni Bolton í leiknum gegn Tottenham um helgina

McLeish ætlar ekki að gefast upp

Alex McLeish, stjóri Aston Villa, skilur vel gremju áhorfenda í sinn garð en ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið.

Frábært skallamark Heiðars og öll önnur mörk helgarinnar á Vísi

Heiðar Helguson skoraði sitt sjötta mark í síðustu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni er QPR gerði 1-1 jafntefli við West Brom um helgina. Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Sunderland klúðraði góðri stöðu og tapaði fyrir Wolves

Wolves vann 2-1 sigur á Sunderland í seinni leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag en þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum leit út fyrir að Sebastian Larsson væri að fara að tryggja Sunderland liðinu 2-0 sigur. Steven Fletcher tryggði Wolves 2-1 sigur með tveimur mörkum á lokakafla leiksins.

Man. City og Man. United drógust saman í enska bikarnum

Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City og Manchester United, drógust saman í 3. umferð ensku bikarkeppninnar en dregið var í dag. Leikurinn mun fara fram á heimavelli Manchester City en United-menn eru enn í sárum eftir 1-6 tap á heimavelli sínum á móti City fyrr á þessu tímabili.

Huth tryggði Stoke sinn fyrsta sigur á Goodison Park síðan 1981

Þýski miðvörðurinn Robert Huth tryggði Stoke 1-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn kom Stoke upp í áttunda sæti deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Stoke á Goodison Park síðan 1981 og aðeins annar útisigur liðsins á tímabilinu.

Wenger: Liðið er að verða betra og betra

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sitt lið eftir 4-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal komst upp í fimmta sæti með þessum sigri sem var sá sjötti í síðustu sjö deildarleikjum.

Chelsea ætlar að leyfa Anelka og Alex að fara í janúar

Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka og brasilíski varnarmaðurinn Alex hafa báðir beðið um að vera seldir frá Chelsea þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og forráðamenn Chelsea hafa ákveðið að verða við ósk leikmannanna og setja þá báða á sölulista.

Sjá næstu 50 fréttir