Villas-Boas gagnrýndi enska fjölmiðla harkalega eftir leikinn í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. desember 2011 09:00 Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images Andre Villas-Boas segir að Chelsea hafi mátt þola afar ósanngjarna gagnrýni og umfjöllun í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann lét sterk orð falla eftir 3-0 sigur sinna manna á Valencia í Meistaradeild Evrópu í gær. Með sigrinum komst liðið áfram í 16-liða úrslitin og þar sem að Leverkusen mistókst að vinna sinn leik í gær náði Chelsea einnig að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Fyrir leikinn var hætta á því að Chelsea myndi ekki einu sinni komast áfram. Hann sagði í sjónvarpsviðtölum strax eftir leik að úrslitin væri sem köld vatnsgusa í andlit gagnrýnenda liðsins. Hann hélt svo áfram á blaðamannafundi eftir leik og bar þá saman umfjöllun fjölmiðla um Chelsea annars vegar og Manchester City hins vegar. City á í harðri baráttu um sæti í 16-liða úrslitunum í sínum riðli og óvíst hvort að liðinu dugir sigur á Bayern München í kvöld. „Ég vona að þeir komist áfram, svo sannarlega,“ sagði Villas-Boas. „En fjölmiðlar segja að ef þeir komast áfram, þá komast þeir áfram. Ef ekki, þá ekki. Þið fjölmiðlamenn sýnið okkur ekki sama viðhorf.“ „Til dæmis má nefna það sem fyrrum varnarmaður Manchester United (Gary Neville) sagði fyrir leikinn í kvöld. Han sagði að hann hefði ekki viljað vera leikmaður Chelsea og að hann myndi ekki getað spilað þennan leik. Og að þetta væri erfitt fyrir þá,“ lýsti Villas-Boas. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég átti bágt með að trúa þessu. Það er verið að ofsækja Chelsea og nálgunin fjandsamleg. Við erum skotmark ykkar og eru það hlutskipti sem við sættum okkur við.“ „En þið verðið að sætta ykkur við að sigurinn í dag var frábær. Og því miður fyrir ykkur þá þurfið þið á morgun að fjalla um þennan frábæra sigur hjá Chelsea og að við komumst áfram sem sigurvegari riðilsins.“ Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Andre Villas-Boas segir að Chelsea hafi mátt þola afar ósanngjarna gagnrýni og umfjöllun í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann lét sterk orð falla eftir 3-0 sigur sinna manna á Valencia í Meistaradeild Evrópu í gær. Með sigrinum komst liðið áfram í 16-liða úrslitin og þar sem að Leverkusen mistókst að vinna sinn leik í gær náði Chelsea einnig að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Fyrir leikinn var hætta á því að Chelsea myndi ekki einu sinni komast áfram. Hann sagði í sjónvarpsviðtölum strax eftir leik að úrslitin væri sem köld vatnsgusa í andlit gagnrýnenda liðsins. Hann hélt svo áfram á blaðamannafundi eftir leik og bar þá saman umfjöllun fjölmiðla um Chelsea annars vegar og Manchester City hins vegar. City á í harðri baráttu um sæti í 16-liða úrslitunum í sínum riðli og óvíst hvort að liðinu dugir sigur á Bayern München í kvöld. „Ég vona að þeir komist áfram, svo sannarlega,“ sagði Villas-Boas. „En fjölmiðlar segja að ef þeir komast áfram, þá komast þeir áfram. Ef ekki, þá ekki. Þið fjölmiðlamenn sýnið okkur ekki sama viðhorf.“ „Til dæmis má nefna það sem fyrrum varnarmaður Manchester United (Gary Neville) sagði fyrir leikinn í kvöld. Han sagði að hann hefði ekki viljað vera leikmaður Chelsea og að hann myndi ekki getað spilað þennan leik. Og að þetta væri erfitt fyrir þá,“ lýsti Villas-Boas. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég átti bágt með að trúa þessu. Það er verið að ofsækja Chelsea og nálgunin fjandsamleg. Við erum skotmark ykkar og eru það hlutskipti sem við sættum okkur við.“ „En þið verðið að sætta ykkur við að sigurinn í dag var frábær. Og því miður fyrir ykkur þá þurfið þið á morgun að fjalla um þennan frábæra sigur hjá Chelsea og að við komumst áfram sem sigurvegari riðilsins.“
Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira