Villas-Boas gagnrýndi enska fjölmiðla harkalega eftir leikinn í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. desember 2011 09:00 Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images Andre Villas-Boas segir að Chelsea hafi mátt þola afar ósanngjarna gagnrýni og umfjöllun í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann lét sterk orð falla eftir 3-0 sigur sinna manna á Valencia í Meistaradeild Evrópu í gær. Með sigrinum komst liðið áfram í 16-liða úrslitin og þar sem að Leverkusen mistókst að vinna sinn leik í gær náði Chelsea einnig að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Fyrir leikinn var hætta á því að Chelsea myndi ekki einu sinni komast áfram. Hann sagði í sjónvarpsviðtölum strax eftir leik að úrslitin væri sem köld vatnsgusa í andlit gagnrýnenda liðsins. Hann hélt svo áfram á blaðamannafundi eftir leik og bar þá saman umfjöllun fjölmiðla um Chelsea annars vegar og Manchester City hins vegar. City á í harðri baráttu um sæti í 16-liða úrslitunum í sínum riðli og óvíst hvort að liðinu dugir sigur á Bayern München í kvöld. „Ég vona að þeir komist áfram, svo sannarlega,“ sagði Villas-Boas. „En fjölmiðlar segja að ef þeir komast áfram, þá komast þeir áfram. Ef ekki, þá ekki. Þið fjölmiðlamenn sýnið okkur ekki sama viðhorf.“ „Til dæmis má nefna það sem fyrrum varnarmaður Manchester United (Gary Neville) sagði fyrir leikinn í kvöld. Han sagði að hann hefði ekki viljað vera leikmaður Chelsea og að hann myndi ekki getað spilað þennan leik. Og að þetta væri erfitt fyrir þá,“ lýsti Villas-Boas. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég átti bágt með að trúa þessu. Það er verið að ofsækja Chelsea og nálgunin fjandsamleg. Við erum skotmark ykkar og eru það hlutskipti sem við sættum okkur við.“ „En þið verðið að sætta ykkur við að sigurinn í dag var frábær. Og því miður fyrir ykkur þá þurfið þið á morgun að fjalla um þennan frábæra sigur hjá Chelsea og að við komumst áfram sem sigurvegari riðilsins.“ Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Andre Villas-Boas segir að Chelsea hafi mátt þola afar ósanngjarna gagnrýni og umfjöllun í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann lét sterk orð falla eftir 3-0 sigur sinna manna á Valencia í Meistaradeild Evrópu í gær. Með sigrinum komst liðið áfram í 16-liða úrslitin og þar sem að Leverkusen mistókst að vinna sinn leik í gær náði Chelsea einnig að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Fyrir leikinn var hætta á því að Chelsea myndi ekki einu sinni komast áfram. Hann sagði í sjónvarpsviðtölum strax eftir leik að úrslitin væri sem köld vatnsgusa í andlit gagnrýnenda liðsins. Hann hélt svo áfram á blaðamannafundi eftir leik og bar þá saman umfjöllun fjölmiðla um Chelsea annars vegar og Manchester City hins vegar. City á í harðri baráttu um sæti í 16-liða úrslitunum í sínum riðli og óvíst hvort að liðinu dugir sigur á Bayern München í kvöld. „Ég vona að þeir komist áfram, svo sannarlega,“ sagði Villas-Boas. „En fjölmiðlar segja að ef þeir komast áfram, þá komast þeir áfram. Ef ekki, þá ekki. Þið fjölmiðlamenn sýnið okkur ekki sama viðhorf.“ „Til dæmis má nefna það sem fyrrum varnarmaður Manchester United (Gary Neville) sagði fyrir leikinn í kvöld. Han sagði að hann hefði ekki viljað vera leikmaður Chelsea og að hann myndi ekki getað spilað þennan leik. Og að þetta væri erfitt fyrir þá,“ lýsti Villas-Boas. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég átti bágt með að trúa þessu. Það er verið að ofsækja Chelsea og nálgunin fjandsamleg. Við erum skotmark ykkar og eru það hlutskipti sem við sættum okkur við.“ „En þið verðið að sætta ykkur við að sigurinn í dag var frábær. Og því miður fyrir ykkur þá þurfið þið á morgun að fjalla um þennan frábæra sigur hjá Chelsea og að við komumst áfram sem sigurvegari riðilsins.“
Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira