Enski boltinn

Liverpool búið að skjóta tólf sinnum í marksúlurnar á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez skýtur hér í stöngina í leik á móti Bolton.
Luis Suarez skýtur hér í stöngina í leik á móti Bolton. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool-menn hafa verið duglegir að skjóta í stöng og slá á þessu tímabili og tvö skot bættust í hópinn í tapinu á móti Fulham á Craven Cottage í gærkvöldi. Liverpool-liðið hefur nú skotið 12 sinnum í marksúlurnar í fyrstu 14 leikjunum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða fimm sinnum oftar en næsta lið.

Stewart Downing skaut í þriðja sinn í slagverkið í leiknum í gær en hann á enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið síðan að Liverpool keypti hann frá Aston Villa í sumar.

Jordan Henderson átti einnig skot í stöngina í gær og varð þar með áttundi leikmaður Liverpool-liðsins til að skjóta í marksúluna á marki mótherjanna á þessari leiktíð.

Liverpool hefur aðeins skoraði 17 mörk á tímabilinu og er bara í tíunda sæti yfir skoruð mörk í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur aðeins tvisvar sinnum skorað færri mörk í fyrstu fjórtán leikjunum eða 15 mörk tímabilið 2006-07 og 16 mörk tímabilið 2010-11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×