Fleiri fréttir

Mancini telur að Man City þurfi fleiri leikmenn

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City telur að liðið þurfi að styrkja sig enn frekar á leikmannamarkaðinum. Ítalinn var ekki sáttur eftir 2-2 jafnteflisleikinn gegn Fulham í gær en eigendur Man City hafa keypt leikmenn fyrir um 73 milljarða kr. á síðustu þremur árum eða sem nemur 400 milljónum punda.

Ferguson: Þetta var eins og körfuboltaleikur

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með sína menn eftir sigurinn gegn Chelsea í dag, en Manchester United bar sigur úr býtum gegn Chelsea 3-1 á Old Trafford.

Andre Villas-Boas: Vorum óheppnir í dag

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að lið sitt hefði verið gríðarlega óheppið í leiknum gegn Manchester United í dag, en Chelsea tapaði gegn United 3-1 á Old Trafford.

Mancini: Ákveðin þreytumerki á leik liðsins

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var mjög svo ósáttur við niðurstöðuna hjá liðinu í dag en Man. City gerði jafntefli við Fulham 2-2 eftir að hafa skorað fyrstu tvö mörk leiksins.

Sergio Aguero kominn í hóp með Micky Quinn

Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði bæði mörk Manchester City í 2-2 jafnteflinu á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefur þar með skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Peter Reid rekinn frá Plymouth

Enska knattspyrnufélagið Plymouth rak í dag stjóra félagsins Peter Reid, en liðið er í neðsta sæti ensku 2. deildarinnar.

Villas-Boas: Úrslitin hafa enga þýðingu

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að útoma leiks sinna manna gegn Manchester United muni ekki hafa neina sérstaka þýðingu fyrir liðin. Það sé enn langt og strangt tímabil fram undan.

Redknapp sér enn eftir Suarez

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist enn sjá eftir því að hafa mistekist að festa kaup á Luis Suarez áður en sá síðarnefndi gekk í raðir Liverpool fyrr á þessu ári.

Manchester City og Fulham skildu jöfn

Manchester City Fulham gerðu 2-2 á Craven Cottage í dag, en gestirnir gerði tvö fyrstu mörk leiksins. Fulham neitaði að gefast upp og náði að jafna leikinn.

Fékk átján nýja leikmenn í sumar

Chris Powell, stjóri Charlton, hafði nóg að gera í sumar en hann endurnýjaði leikmannahóp liðsins að stóru leyti. Átján leikmenn yfirgáfu félagið og fékk hann sextán nýja leikmenn í þeirra stað.

Eggert og Guðlaugur í eldlínunni í Skotlandi

Fimm leikir fóru fram í skosku úrvalsdeildinni í dag og fjölmörg mörk voru skoruð. Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Hibernian gerðu 2-2 jafntefli við Dunfermline og lék Guðlaugur allan leikinn fyrir sitt félag .

Middlesbrough hélt toppsætinu í Championship-deildinni

Tíu leikir fóru fram í ensku Championship-deildinni í dag, en þar ber helst að nefna frábæran sigur, 2-1, hjá Derby gegn Nott'm Forest, en Derby lék einum færri allan leikinn. Frank Fielding, markmaður Derby, fékk rautt spjald á 2. mínútu leiksins.

Puyol: Amar ekkert að hjá Barcelona

Carles Puyol, varnarmaður og fyrirliði Barcelona, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hefur verið beint að liðinu eftir jafnteflisleikina tvo á undanfarinni viku.

Wenger: Ég hef áhyggjur af liðinu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, átti ekki til orð eftir ósigurinn gegn Blackburn Rovers í dag en félagið tapaði 4-3. Arsenal varð fyrir því óláni að gera tvö sjálfsmörk í leiknum og koma þessi úrslit verulega á óvart þar sem Blackburn hefur ekki verið sannfærandi það sem liðið er af deildarkeppninni.

Rodgers vill sigra fyrir látinn föður sinn

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vill bera sigurorð af west Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag til að heiðra minningu föður síns sem lést í síðustu viku.

Everton ætlar að endurgreiða stuðningsmönnum

Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, hefur staðfest að félagið muni endurgreiða þeim stuðningsmönnum sem keyptu treyju liðsins í sumar með nöfnum þeirra Mikel Arteta og Jermaine Beckford.

Rafmagnslaust á Molineux

Óvíst er hvort að viðureign Wolves og QPR geti farið fram eins og áætlað var síðar í dag þar sem rafmagnslaust er á Moulineux-vellinum í Wolverhampton.

Solskjær sagður undir smásjá Blackburn

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær er í dag orðaður við stjórastöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn en hann hefur náð frábærum árangri með Molde í heimalandinu.

Markasúpa í ensku úrvalsdeildinni - dagur nýliðanna

Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og var mikið um fjör, en dagurinn hófst á svakalegum markaleik milli Blackburn Rovers og Arsenal en heimamenn í Blackburn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 4-3.

Ófarir Arsenal halda áfram - tapaði 4-3 fyrir Blackburn

Ótrúleg úrslit voru í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en þá vann Blackburn 4-3 sigur á Arsenal. Síðarnefnda liðið skoraði tvö sjálfsmörk í leiknum en þetta var fyrsti sigur Blackburn á leiktíðinni.

Dalglish hefur ekki áhyggjur af Gerrard

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segist ekki hafa áhyggjur af því að Steven Gerrard verði ekki sami leikmaðurinn og áður eftir að hann snýr til baka eftir meiðsli.

Agger: Erum margfalt betri en í fyrra

Daniel Agger, varnarmaður Liverpool, segir að liðið hafi stórbætt sig frá síðasta tímabili og fagnar því að félagið hafi keypt svo marga leikmenn á árinu.

Pulis: Er óreyndur í Evrópukeppninni

Tony Pulis viðurkennir að hann viti í raun ekki út í hvað hann sé að fara með þátttöku Stoke City í Evrópudeild UEFA í vetur. Hann sé algerlega óreyndur á þessu sviði.

Ferguson: Berbatov fær sín tækifæri

Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, hefur lítið fengið að spila með liðinu í upphafi tímabilsins en stjóri liðsins, Alex Ferguson, segir að hann muni fá sín tækifæri til að sanna sig.

Benayoun átti í viðræðum við Liverpool

Yossi Benayoun hefur greint frá því að hann átti í viðræðum við Liverpool um að snúa mögulega aftur til félagsins í síðasta mánuði. Hann gekk þó á endanum til liðs við Arsenal.

Leikmaður Liverpool efast um hryðjuverkaárásir

Liverpool er nú með til rannsóknar ummæli framherjans Nathan Eccleston á Twitter þar sem hann efast um að hryðjuverkamenn hafi staðið að baki árásunum á tvíburaturnana í New York þann 11. septmber árið 2001.

Torres sleppur með skrekkinn

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ákveðið að refsa ekki Fernando Torres fyrir ummæli sem hann lét falla um leikmenn Chelsea um daginn.

Sjá næstu 50 fréttir