Enski boltinn

Leikmaður Liverpool efast um hryðjuverkaárásir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nathan Eccleston í leik með Liverpool.
Nathan Eccleston í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool er nú með til rannsóknar ummæli framherjans Nathan Eccleston á Twitter þar sem hann efast um að hryðjuverkamenn hafi staðið að baki árásunum á tvíburaturnana í New York þann 11. septmber árið 2001.

Tíu ár voru liðin frá árásunum fyrir fáeinum dögum síðan og skrifaði Eccleston eftirfarandi á Twitter-síðu sína vegna þessa:

„I ain't going to say attack don't let the media make u believe that was terrorist that did it. #OTIS."

Nokkuð óræð skilaboð frá Eccleston sem erfitt er að þýða á íslensku en skammstöfunin OTIS mun standa fyrir „Only the Illuminati Succeed," en það eru forn samtök sem er gefið að hafa stýrt heimsatburðum á bak við tjöldin svo öldum skiptir.

„Félagið tekur þetta mál afar alvarlega og forráðamenn Liverpool hafa tilkynnt Nathan Eccleston að þetta mál hafi verið tekið til rannsóknar," sagði í yfirlýsingu frá Liverpool.

Eccleston hefur tekið niður áðurnefnda færslu en hefur skrifað síðan þá: „Hættið að „elta" mig á Twitter ef ykkur líkar ekki við það sem ég hef að segja. Sumt er tekið algjörlega úr samhengi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×