Fleiri fréttir

John Terry verður áfram fyrirliði Chelsea

André Villas-Boas hefur tilkynnt að John Terry muni áfram bera fyrirliðaband Chelsea. Villas-Boas varar þó við því að verði frammistaða hans ekki nógu góð geti hann misst sæti sitt í liðinu. Hann sé ekki eini leiðtoginn, heldur séu fjölmargir leiðtogar í leikmannahópnum.

Clichy líklega á leiðinni til Man City

Gaël Clichy er að öllum líkindum á förum frá Arsenal. Vinstri bakvörðurinn frá Frakklandi er samkvæmt enskum fjölmiðlum á góðri leið með að semja við Manchester City og kaupverðið um 7 milljónir punda eða 1,3 milljarðar kr. Clichy á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann er 25 ára gamall. Franska liðið Paris Saint-Germain og Liverpool á Englandi höfðu einnig sýnt honum áhuga.

Bendtner sleppti EM og skemmti sér í Vegas á meðan

Nicklas Bendtner, framherji enska liðsins Arsenal, fær mikla gagnrýni í dönskum fjölmiðlum þessa dagana. Dagblaðið BT greindi frá því að Bendtner hafi valið það að skemmta sér í Las Vegas í Bandaríkjunum með vinum sínum í stað þess að leika með danska U21 árs landsliðinu í úrslitum Evrópumótsins.

Pedroza samdi við Tottenham

Antonio Pedroza frá Mexíkó hefur staðfest við fjölmiðla í heimalandinu að hann hafi samið við enska úrvalsdeildarliði Tottenham. Pedroza er tvítugur framherji og lék hann áður með Jaguares í Mexíkó.

Barcelona býður 35 milljónir punda í Fabregas

Evrópumeistarar Barcelona eru ekki búnir að gefast upp á Cesc Fabregas miðjumanni Arsenal. Börsungar hafa hækkað boð sitt í spænska landsliðsmanninn og vona að 35 milljónir punda dugi til þess að ná leikmanninum aftur heim til Barcelona.

Rooney orðaður við Birmingham

Forráðamenn Birmingham eru sagðir hafa áhuga á að fá Írann Adam Rooney til liðs við sig. Sá er framherji og lék síðast með Inverness CT í skosku úrvalsdeildinni.

Eigandi Birmingham City handtekinn

Carson Yeung eigandi enska knattspyrnufélagsins Birmingham City hefur verið handtekinn af lögregluyfirvöldum Hong Kong. Hann er sakaður um aðild að peningaþvotti.

Sunderland klófesti Wickham

Einn eftirsóttasti táningur Bretlandseyja, Connor Wickham, gekk í dag til liðs við Sunderland sem keypti hann fyrir 8,1 milljón punda frá Ipswich. Kaupverðið getur hækkað upp í tólf milljónir punda ef honum gengur vel hjá Sunderland.

PSG vill fá Clichy

Það er enn rætt um framtíð Gael Clichy hjá Arsenal en jafnvel er búist við því að hann yfirgefi Lundúnafélagið í sumar eftir átta ára vist undir væng Wenger.

Man. City gefst upp á Sanchez

Man. City hefur játað sig sigrað í baráttunni um Alexis Sanchez. City hefur boðið best allra liða í leikmanninn en hann hefur ekki áhuga á því að koma til Englands.

Sammy Lee hættur hjá Liverpool

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Sammy Lee hættur sem aðstoðarþjálfari Liverpool. Sky segist ekki vita enn um ástæður þess að Lee sé hættur.

Villas-Boas: Ég er ekki sérstakur

Hinn nýi stjóri Chelsea, Andre Villas-Boas, var formlega kynntur til leiks í dag og hann mætti þá ensku pressunni í fyrsta skipti sem knattspyrnustjóri Chelsea. Þjálfaranum er iðulega líkt við landa sinn og fyrrum lærimeistara, Jose Mourinho, en Villas-Boas er ekki hrifinn af því.

De Gea: Get ekki beðið eftir að spila með Man. Utd

Manchester United gekk í dag frá samningi við spænska U-21 árs landsliðsmarkvörðinn David De Gea. Hann kemur til félagsins frá Atletico Madrid og skrifaði undir fimm ára samning við United.

Adebayor vill ekki fara til Blackburn

Það er enn óljóst hvað framherjinn Emmanuel Adebayor gerir í sumar. Hann vill ekki vera áfram hjá Man. City og félagið er til í að selja hann berist almennilegt tilboð.

Di Matteo snýr aftur á Stamford Bridge

Allt útlit er fyrir að Ítalinn Roberto Di Matteo verði hægri hönd André Villas-Boas hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Þjálfarateymi Portúgalans verður kynnt í dag og vekur ráðning Di Matteo mesta athygli.

Carroll í banastuði á Glastonbury

Fjölmargar stórstjörnur fjölmenntu á Glastonbury-tónlistarhátíðina. Þar af voru nokkrar af skærustu stjörnum enska boltans.

De Gea fór næstum til Wigan

Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær spænski markvörðurinn David De Gea skrifar undir samning við Man. Utd. Hann er staddur í Manchester þar sem hann hefur verið að gangast undir læknisskoðun hjá United.

Shelvey hugsanlega lánaður til Blackpool

Það er nokkuð ljóst að Liverpool ætlar sér ekki að missa af Charlie Adam. Sky greinir frá því í dag að félagið sé til í að lána Jonjo Shelvey til Blackpool í eitt ár og yrði það lán hluti af kaupunum.

Man. City á eftir efnilegum varnarmanni

Samkvæmt Sky Sports er Man. City á eftir Stefan Savic hjá Partizan Belgrad. Sá er varnarmaður og City þarf slíka menn og sérstaklega þar sem Jerome Boateng er líklega á förum.

Schmeichel til Leicester City

Daninn Kasper Schmeichel er genginn til liðs við Leicester City í ensku Championship-deildinni. Schmeichel hefur skrifað undir þriggja ára samning við Leicester en hann var seldur frá Leeds United þvert á vilja leikmannsins.

David De Gea í læknisskoðun hjá Manchester United

Markvörðurinn David De Gea er í læknisskoðun þess stundina vegna félagsskipta hans frá Atletico Madrid til Manchester United sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Talið er að ensku meistararnir þurfi að greiða 18.9 milljónir punda fyrir markvörðinn.

Barton verður ekki seldur á tombóluverði

Newcastle United hefur ekki í hyggju að selja Joey Barton á tombóluverði. Hermt var að félagið ætlaði að selja hann á eina milljón punda en samningur hans rennur út eftir eitt ár.

Nani fagnar komu Young til Man. Utd

Vængmenn Man. Utd eru síður en svo ósáttir við að félagið hafi fest kaup á Ashley Young sem mun veita þeim samkeppni næsta vetur. Antonio Valencia hafði áður lýst yfir ánægju sinni með komu Young og nú hefur Nani gert slíkt hið sama.

Vucinic útilokar að fara til Blackburn

Umboðsmaður Mirko Vucinic, leikmanns Roma, segir að hann eigi skilið að ganga til liðs við „virtara“ félag en Blackburn í ensku úrvalsdeildinni.

Bale fer ef Modric verður seldur

Enska dagblaðið The Mirror fullyrðir að Gareth Bale muni fara fram á sölu frá Tottenham ef Luka Modric verði seldur annað í sumar.

Leikmenn fá frelsi til að spila sinn fótbolta

Andre Villas-Boas, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, er í viðtali hjá enska dagblaðinu The Sunday Mirror í dag þar sem hann segir að leikmenn munu fá frelsi til að njóta sín undir hans stjórn.

City fremst í kapphlaupinu um Sanchez

Gianpaolo Pozzo, eigandi ítalska félagsins Udinese, segir að eins og málin standa nú sé Manchester City líklegast til að fá Alexis Sanchez í sínar raðir.

Redknapp verður að selja til að kaupa

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkennir að hann verði að selja nokkra leikmenn áður en hann geti keypt nýja til félagsins í sumar.

Hiddink var efstur á óskalista Chelsea

Umboðsmaður knattspyrnustjórans Guus Hiddink segir að skjólstæðingur sinn hafi verið efstur á óskalista Chelsea áður en Andre Villas-Boas var ráðinn.

Cannavaro orðaður við QPR

Ítalinn Fabio Cannavaro hefur ekki í hyggju að leggja skóna á hilluna í bráð en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann er nú án félags en Cannavaro lék síðast með Al-Ahli í Dúbæ.

Saha sefur í súrefnistjaldi

Louis Saha undirbýr sig fyrir nýtt keppnistímabil með Everton í Englandi með því að sofa í súrefnistjaldi og ná sér þannig fyrr af meiðslum sínum.

Downing lagði inn félagaskiptabeiðni

Enska dagblaðið The Mirror fullyrðir í dag að Stewart Downing, leikmaður Aston Villa, sé búinn að leggja inn félagaskiptabeiðni til að þvinga í gegn að hann verði seldur til Liverpool.

Stjórnarformaður Swansea steinhissa á ásökunum Ipswich

Huw Jenkins stjórnarformaður Swansea segist ekki vita til þess að neitt ósætti sé milli félagsins og Ipswich Town. Þetta sagði Jenkins eftir að síðarnefnda félagið kvartaði yfir því til ensku úrvalsdeildarinnar og vildi setja félagið í félagaskiptabann.

Birmingham samþykkir tilboð Sunderland í Craig Gardner

Miðjumaðurinn Craig Gardner sem lék með Birmingham síðustu tvö tímabil er að öllum líkindum á leið til Sunderland. Skysports fréttastöðin greinir frá því að Birmingham hafi samþykkt tilboð upp á 5 milljónir punda í leikmanninn.

Scott Carson á leið til Tyrklands

Markvörðurinn Scott Carson er á leið frá West Brom þar sem hann er við það að skrifa undir þriggja ára samning við Bursaspor. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Robson hafði mikil áhrif á Villas-Boas

Andre Villas-Boas, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Bobby Robson hafi haft mikil áhrif á sig á meðan sá síðarnefndi var stjóri Porto frá 1994 til 1996.

Valencia fagnar komu Young

Antonio Valencia óttast ekki að fá færri tækifæri hjá Manchester United eftir að félagið keypti Ashley Young frá Aston Villa í vikunni.

Kári fer til Ítalíu með Hearts

Kári Árnason mun fara í æfingaferð með skoska liðinu Hearts til Ítalíu en hann er nú laus allra mála eftir að hann var rekinn frá Plymouth.

Samba gæti verið á leið frá Blackburn

Christopher Samba segir að hann myndi fagna því að ef hann fengi tækifæri til að komast að hjá stærra liði en Blackburn. Samba var einn besti leikmaður Blackburn á síðustu leiktíð og hefur verið orðaður við Arsenal að undanförnu.

Sjá næstu 50 fréttir