Enski boltinn

Nani fagnar komu Young til Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Young í leik með Villa.
Young í leik með Villa.
Vængmenn Man. Utd eru síður en svo ósáttir við að félagið hafi fest kaup á Ashley Young sem mun veita þeim samkeppni næsta vetur. Antonio Valencia hafði áður lýst yfir ánægju sinni með komu Young og nú hefur Nani gert slíkt hið sama.

"Að sjálfsögðu verð ég að fagna ég allra nýrra leikmanna. Mér finnst Man. Utd vera frábært félag og menn hjá þessu félagi vita hvort það sé gott eða slæmt. Þessi kaup styrkja liðið," sagði Portúgalinn.

Hermt var að Nani hefði farið fram á fund til þess að kanna stöðu sinni í kjölfar nýju kaupanna. Hann fagnar þó samkeppninni.

"Ég var hér þegar Cristiano var hérna og hafði gott af því. Eins og stendur hef ég engar áhyggjur af því að tapa mínu sæti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×