Fleiri fréttir

Hodgson vill halda Odemwingie

Roy Hodgson segir að það sé nauðsynlegt fyrir West Brom að halda í leikmanninn Peter Odemwingie sem hefur slegið í gegn í ensku deildinni í vetur. Þessi nígeríski leikmaður kom frá Lokomotiv Moscow í sumar og hefur nú skorað 13 mörk í vetur fyrir West Brom.

Rooney: Hernandez eru kaup aldarinnar

Wanye Rooeny segir að kaup Manchester United á Javier Hernandez séu kaup aldarinnar. Hernandez tryggði Man. United mikilvægan sigur á Everton á laugardag með marki þegar skammt var eftir af leiknum.

QPR komið með annan fótinn í ensku úrvalsdeildina

Heiðar Helguson og félagar hans í QPR eru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir 1-1 jafntefli við Hull City í dag. Heiðar var í byrjunarliðinu hjá QPR í dag sem komst yfir með marki Wayne Routledge á 9. mínútu en Hull City jafnaði leikinn þegar skammt var eftir.

Ancelotti: Það getur allt gerst

Knattspyrnustjóri Chelsea, Ítalinn Carlo Ancelotti, segir að allt geti gerst í titilbaráttunni á Englandi og segir Chelsea ennþá eiga möguleika á titlinum.

Staðfest að Houllier verði frá út leiktíðina

Aston Villa hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Gerard Houllier muni ekki stýra fleiri leikjum hjá liðinu á þessari leiktíð. Houllier var fluttur á sjúkrahús í síðustu viku vegna verkja í brjósti.

Framtíð Dalglish enn óljós

Kenny Dalglish segir að það séu engar fregnir af framtíðaráætlunum hans en núverandi samningur hans við Liverpool rennur út í lok leiktíðarinnar.

Lampard: Nú fer Torres á flug

Frank Lampard reiknar með því að liðsfélagi hans, Fernando Torres, muni nú fara á flug þegar hann er loksins búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Coyle: Strákarnir frábærir

Owen Coyle, stjóri Bolton, hrósaði sínum leikmönnum mikið eftir að liðið vann 2-1 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Wenger: Hverfandi möguleikar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að sitt lið eigi lítinn sem engan möguleika á því að vinna enska meistaratitilinn eftir að hafa tapað fyrir Bolton í dag, 2-1.

Alfreð og félagar töpuðu fyrir Anderlecht

Lokeren tapaði í dag, 2-1, fyrir Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður á 36. mínútu og lék til leiksloka.

Titilvonir Arsenal litlar eftir tap

Arsenal tapaði í dag fyrir Bolton, 2-1, og á fyrir vikið litla sem enga möguleika á að vinna enska meistaratitilinn nú í vor.

Dalglish: Fyllist gleði þegar ég sé svona spilamennsku

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, var hæstánægður með sína men eftir sigurinn í dag. Liverpool gjörsigraði Birmingham 5-0, en Maxi Rodriguez, leikmaður Liverpool skoraði þrennu og átti stórkleik.

Carew má spila gegn Aston Villa í dag

Tony Pulis, framkvæmdarstjóri Stoke, sagði við fjölmiðla í gær að John Carew mætti vel spila gegn Aston Vill í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea sigraði West-Ham - Torres komin á blað

Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í sex stig þegar þeir unnu West-Ham, 3-0, á Stamford Bridge í dag. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins en það var Fernando Torres sem kom Chelsea í 2-0 með sínu fyrsta marki fyrir félagið í 13 leikjum. Florent Malouda gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Liverpool slátraði Birmingham - Maxi með þrennu

Liverpool sýndi líklega sinn besta leik á tímabilinu í dag þegar þeir gjörsamlega völtuðu fyrir Birmingham, 5-0, á Anfield. Maxi Rodriguez skoraði þrennu fyrir þá rauðklæddu, en Dirk Kuyt og Joe Cole skoruðu sitt markið hvor.

Hernandez hetja Manchester United í sigri á Everton

Manchester United sigraði Everton 1-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það var Javier Hernandez, leikmaður Man. Utd. sem skoraði eina mark leiksins á 84.mínútu með skalla.

Jafnt hjá Leeds og Reading

Leeds United varð í kvöld af mikilvægum stigum í baráttunni um að komast í umspil ensku B-deildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Íslendingaliðið Reading.

Wenger: Getum vel orðið meistarar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki misst trúna á því að hans lið geti orðið enskur meistari. Wenger segir að ef sitt lið vinni síðustu fimm leiki sína á tímabilinu verði það meistari.

Þúsund auka lögreglumenn á leik Rangers og Celtic

Lögreglan í Glasgow hefur miklar áhyggjur af óeirðum í kringum nágrannaslag Rangers og Celtic í skosku úrvalsdeildinni sem fer fram á Ibrox á sunnudaginn. Rangers tekur þá á móti Celtic sem er einu stigi á eftir þeim í töflunni og eiga auk þess leik inni.

Liverpool hættir að spila í Adidas og skiptir yfir í Warrior Sports

Liverpool-liðið mun hætta að spila í Adidas-búningum eftir næsta tímabil og klæðist þess í stað búningum frá Warrior Sports sem er dótturfyrirtæki bandaríska sportvöruframleiðandanum New Balance frá Boston. Liverpool verður fyrsta alvöru fótboltafélagið sem spilar í Warrior-búningum.

Carlos Tevez í sérmeðhöndlun í Mílanó á Ítalíu

Carlos Tevez, fyrirliði Manchester City, ætlar að gera allt sem hann getur til þess að ná því að spila bikarúrslitaleikinn á móti Stoke á Wembley en til að Roberto Mancini leyfi honum að spila þá þarf Argentínumaðurinn að spila deildarleikinn á móti Tottenham fjórum dögum fyrr.

Aron Einar lagði upp mark í jafntefli Coventry

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry náðu aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Scunthorpe United í ensku b-deildinni í dag. Coventry er því áfram í 16. sæti deildarinnar.

Daily Mail: Man. United ætlar að kaupa Sneijder í sumar

Enska blaðið Daily Mail slær því upp í morgun að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætli að kaupa Hollendinginn Wesley Sneijder í sumar og að skoski stjórinn sjái hann fyrir sér sem eftirmann Paul Scholes á Old Trafford.

Blaðamenn völdu Scott Parker leikmann ársins

Scott Parker, miðjumaður West Ham United, var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af þeim sem fjalla um leiki ensku úrvalsdeildarinnar, það er samtökum enska blaðmanna. Þessi verðlaun hafa verið afhent allar götur frá árinu 1948.

Houllier stjórnar ekki fleiri leikjum á tímabilinu

Gérard Houllier, stjóri Aston Villa, þarf að taka sér frí út tímabilið en hann var fluttur á sjúkrahús á miðvikudagskvöldið með verki fyrir brjósti. Gary McAllister mun stjórna liði Aston Villa í síðustu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Stuðningsmenn ensku liðanna völdu Meireles leikmann ársins

Raul Meireles, miðjumaður Liverpool, var valinn besti leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af stuðningsmönnum liðanna í deildinni. Meðlimir leikmannasamtaka ensku deildarinnar tilnefna leikmenn til verðlaunanna en það eru síðan stuðninsmennirnir sem kjósa.

Cech: Þetta verður bara á milli Chelsea og Manchester United

Petr Cech, markvörður Chelsea, segir að baráttan um Englandsmeistaratitilinn sé nú aðallega á milli Chelsea og Manchester United og að Arsenal sé þegar búið að klúðra sínum möguleika á að vera með í titilbaráttunni.

Nigel de Jong: Ég var meðhöndlaður eins og stríðsglæpamaður

Hollenski landsliðsmaðurinn Nigel de Jong var langt frá því að vera vinsælasti knattspyrnumaður heimsins eftir að hann komst upp með fólskulega tæklingu á Xabi Alonso í úrslitaleik HM síðasta sumar. Hann lenti síðan í því að fótbrjóta Hatem Ben Arfa fyrr á þessu tímabili og hefur nú slæmt orð á sér.

Dalglish ánægður með unglingana Flanagan og Robinson

Jamie Carragher og Andy Carroll verða væntanlega fjarri góðu gammni þegar Liverpool mætir Birmingham City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Kenny Dalglish mun því halda áfram að nota unglingana John Flanagan og Jack Robinson.

Tevez ætti að ná bikarúrslitaleiknum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir góðar líkur á því að fyrirliði sinn, Argentínumaðurinn Carlos Tevez, verði orðinn góður af meiðslum sínum fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Stoke sem fer fram á Wembley 14.maí næstkomandi.

Wenger neitar að gefast upp: Þetta er allt galopið ennþá

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekkert að gefa upp vonina að gera að Arsenal að enskum meisturum á ný þrátt fyrir að liðið hafi misst tvo síðustu leiki sína niður í jafntefli og sé sex stigum á eftir toppliði Manchester United þegar aðeins fimm leikir eru eftir.

Balotelli gaf heimilislausum manni 200 þúsund krónur

Vandræðagemsinn Mario Balotelli, leikmaður Man. City, á sínar mjúku hliðar þó svo það sé ekki skrifað mikið um þær í breskum fjölmiðlum. Í dag mátti þó finna jákvæða frétt um hann í bresku slúðurblaði.

Wenger: Mætum brjálaðir í næstu leiki

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, bar sig ágætlega eftir jafnteflið gegn Tottenham í kvöld og þá niðurstöðu að liðið er komið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Chelsea lagði Birmingham.

Chelsea komið í annað sætið - Arsenal missteig sig gegn Spurs

Chelsea komst í kvöld upp fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeilinni. Liðin eru jöfn að stigum með 64 stig og sex stigum á eftir toppliði Man. Utd. Chelsea vann öruggan sigur á Birmingham á meðan Arsenal gerði jafntefli við Tottenham í frábærum leik.

Vieira: Balotelli er misskilinn

Patrick Vieira, samherji Mario Balotelli hjá Manchester City, segir að skrautleg uppátæki þess síðarnefnda sé bara hluti af því sem geri hann að svo heillandi persónu.

Sjá næstu 50 fréttir