Enski boltinn

Chelsea komið í annað sætið - Arsenal missteig sig gegn Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van der Vaart skorar hér mark sitt í kvöld.
Van der Vaart skorar hér mark sitt í kvöld.
Chelsea komst í kvöld upp fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeilinni. Liðin eru jöfn að stigum með 64 stig og sex stigum á eftir toppliði Man. Utd. Chelsea vann öruggan sigur á Birmingham á meðan Arsenal gerði jafntefli við Tottenham í frábærum leik.

Leikur Spurs og Arsenal var í einu orði sagt stórkostlegur. Veislan hófst á 5. mínútu er Walcott kom Arsenal yfir en alls voru skoruð fimm mörk í hálfleiknum. 2-3 í hálfleik.

Bæði lið sóttu af krafti í síðari hálfleik og Van der Vaart jafnaði úr víti eftir að brotið hafði verið á Aaron Lennon. Réttilega dæmt víti og örugg spyrna. Fleiri færi litu dagsins ljós en mörkin urðu sex að þessu sinni.

Chelsea vann síðan fyrirhafnarlítinn heimasigur á Birmingham þar sem Chelsea gerði út um leikinn á 25. mínútum.

Úrslit kvöldsins:

Tottenham-Arsenal 3-3

0-1 Theo Walcott (5.), 1-1 Rafael van der Vaart (7.), 1-2 Samir Nasri (11.), 1-3 Robin Van Persie (39.), 2-3 Tom Huddlestone (44.), 3-3 Rafael van der Vaart, víti (70.)

Chelsea-Birmingham 3-1

1-0 Florent Malouda (2.), 2-0 Salomon Kalou (25.), 3-0 Florent Malouda (61.), 3-1 Sebastian Larsson, víti (76.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×