Enski boltinn

Blaðamenn völdu Scott Parker leikmann ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Parker.
Scott Parker. Mynd/Nordic Photos/Getty
Scott Parker, miðjumaður West Ham United, var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af þeim sem fjalla um leiki ensku úrvalsdeildarinnar, það er samtökum enska blaðmanna. Þessi verðlaun hafa verið afhent allar götur frá árinu 1948.

Scott Parker hafði betur í kjörinu eftir harða baráttu við Gareth Bale hjá Tottenham en Bale var kosinn leikmaður ársins á dögunum af leikmannasamtökum ensku deildarinnar.

Parker er fyrsti West Ham leikmaðurinn til þess að fá þessi verðlaun síðan að Bobby Moore var kosinn árið 1964. Hann hefur farið fyrir sínu liði í hörðum fallbaráttuslag í deildinni.

Steve Bates, formaður samtakanna, talaði um það þegar kjörið var gert opinbert að þetta hafi verið jafnasta kosning í mörg ár.

Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fær því engin verðlaun í ár þrátt fyrir að hafa verið lykilmaður á bak við velgengni liðsins á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×