Fleiri fréttir Brighton í ensku B-deildina Brighton & Hove Albion tryggði sér í kvöld sæti í ensku B-deildinni með 4-3 sigri á Dagenham & Redbrigde. Knattspyrnustjóri liðsins er Gus Poyet. 12.4.2011 22:48 Ferguson: Spiluðum vel gegn góðu liði Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi verið erfitt að spila gegn sterku liði Chelsea í kvöld en þá áttust liðin við í síðari viðureign þeirra í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 12.4.2011 21:28 Aron hafði betur gegn Hermanni Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry unnu 3-0 útisigur á Portsmouth, liði Hermanns Hreiðarssonar, í ensku B-deildinni í kvöld. 12.4.2011 20:50 Dalglish sér ekki eftir að hafa keypt þá Carroll og Suárez Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sér ekki eftir því að hafa keypt þá Andy Carroll og Luis Suárez til félagsins en þeir áttu báðir skínandi leik í gær þegar Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Manchester City á Anfield. 12.4.2011 16:00 Mancini: Ég á alla sökina á tapinu á móti Liverpool Roberto Mancini, stjóri Manchester City, kennir sjálfum sér um tapið á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en Liverpool vann öruggan 3-0 sigur þar sem öll mörkin komu á fyrstu 35 mínútum leiksins. 12.4.2011 10:45 Enginn Tevez og enginn Rooney á Wembley á laugardaginn Tvær stærstu stjörnur Manchester-liðanna, United og City, verða væntanlega báðir fjarri góðu gamni þegar liðin mætast á Wembley á laugardaginn í undanúrslium ensku bikarkeppninnar. 12.4.2011 09:45 Carroll: Þetta var frábær dagur Andy Carroll opnaði markareikning sinn hjá Liverpool í kvöld er hann skoraði tvö mörk í góðum 3-0 sigri Liverpool á Man. City. 11.4.2011 23:15 Nani svekktur yfir því að vera ekki tilnefndur sem besti leikmaðurinn Portúgalinn Nani viðurkennir að vera svekktur yfir því að hafa ekki verið tilnefndur sem besti leikmaður ársins af kollegum sínum. 11.4.2011 20:15 Andy Carroll skoraði tvívegis í 3-0 sigri Liverpool Liverpool sýndi góða takta gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með 3-0 sigri. Andy Carroll skoraði tvívegis fyrir Liverpool og eru þetta fyrstu deildarmörk hans frá því hann kom í lok janúar frá Newcastle. Manchester City virðist í lægð þessa stundina og fátt sem bendir til þess að liðið nái góðum úrslitum á Wembley í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar gegn Manchester United um næstu helgi. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar með 48 stig en Man City er með 56 stig í fjórða sæti. 11.4.2011 17:40 Sunnudagsmessan: Leikmenn deildarinnar þola ekki Nani Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær var farið yfir leiki helgarinnar samkvæmt venju. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu um hvaða leikmenn eru tilnefndir sem leikmenn ársins af leikmannasamtökum ensku úrvalsdeildarinnar. 11.4.2011 15:00 Fuller gæti fengið leikbann fyrir rifrildi við stuðningsmann Tottenham Richardo Fuller leikmaður Stoke og Vedran Corluka leikmaður Tottenham gætu átt yfir höfði sér leikbann eftir að þeir lentu í orðaskaki við stuðningsmenn á laugardaginn þegar Tottenham og Stoke áttust við á White Hart Lane í London. Fuller greip um hálsinn á einum stuðningsmanni Tottenham undir lok leiksins. 11.4.2011 11:45 Tíu lið í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga Í gær bárust fregnir af því að Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke muni á næstunni eignast meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Kroenke hefur á undanförnum árum átt 29,9% hlut í félaginu og eftir að hann keypti 1% hlut til viðbótar myndast yfirtökuskylda á öðrum hlutabréfum. Nú er svo komið að helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu erlendra aðila. Bandarískir auðjöfrar eru áberandi í þessum hópi en alls eru fimm úrvalsdeildarlið í eigu Bandaríkjamanna. 11.4.2011 10:45 Jose Enrique á leið til Liverpool samkvæmt Phil Thompson Phil Thompson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Liverpool gaf það út í viðtali við norska sjónvarpsstöð að hann hefði heyrt að Jose Enrique, leikmaður Newcastle myndi ganga í raðir Liverpool í sumar. 11.4.2011 10:15 Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum helgarinnar Að venju var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og spennan magnast fyrir lokakaflann. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is en Manchester United er efst í deildinni með 69 stig eftir 2-0 sigur gegn Fulham um helgina og Arsenal kemur þar á eftir með 62 stig en á leik til góða á Man Utd. Einn leikur fer fram í kvöld þar sem að Liverpool tekur á móti Manchester City og hefst leikurinn kl.19.00. 11.4.2011 09:00 Nú losar Sky sig við Rooney Vafasöm hegðun Wayne Rooney heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Coca-Cola hefur þegar sagt skilið við Rooney og nú hefur Sky-sjónvarpsstöðin gert slíkt hið sama. 10.4.2011 23:30 Milner reifst við umboðsmann Rooney James Milner, vængmaður Man. City, lenti í heiftarlegu rifrildi við Paul Stretford, umboðsmann Wayne Rooney, í þrítugsafmæli Gareth Barry á dögunum. 10.4.2011 22:45 Kroenke að eignast Arsenal Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke við það að ná yfirtökum í Arsenal. Kroenke er fyrir stærsti einstaki hluthafi félagsins. Kroenke á 29,9 prósent í félaginu og ef hann kaupir tæpt prósent í viðbót þá hefur myndast yfirtökuskylda. 10.4.2011 22:00 Spurs til í að greiða 30 milljónir punda fyrir Cavani Tottenham er sagt ætla að opna veskið í sumar og kaupa framherjann Edinson Cavani frá Napoli. Forráðamenn Spurs láta það hræða sig þó Napoli vilji fá 80 milljónir punda fyrir markamaskínuna. 10.4.2011 21:15 Man. City sagt vera að undirbúa risatilboð í Wilshere Ungstirnið Jack Wilshere hefur heldur betur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og enskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir leikmanninum. 10.4.2011 19:30 Abramovich sagður íhuga að selja Torres Fregnir herma að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sjái nú þegar eftir því að hafa keypt spænska framherjann Fernando Torres á 50 milljónir punda og sé til í að selja hann aftur. 10.4.2011 18:00 Gerrard verður ekki meira með á þessari leiktíð Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfti að fara í aðra aðgerð á nára fyrir stuttu, en hann hefur verið að glíma við nárameiðslin í töluverðan tíma. 10.4.2011 16:30 Redknapp reyndi að krækja í Rio Ferdinand Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Tottenham, hefur nú viðurkennt að hann hafi reynt að semja við Rio Ferdinand, fyrirliða, Manchester United, síðastliðið sumar. Redknapp telur að liðinu skorti reynslu og leikmenn með leiðtogahæfileika. 10.4.2011 15:45 Bruce: Erum að nálgast fallsvæðið Steve Bruce, framkvæmdarstjóri Sunderland, viðurkennir það að lið hans sé að nálgast fallbaráttuna. Sunderland tapaði í gær fyrir West Bromwich Albion, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni. 10.4.2011 14:00 Collins tryggði Villa mikilvægan sigur Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur á Newcastle, 1-0, í dag og náði með sigrinum aðeins að rífa sig frá fallsvæðinu. 10.4.2011 12:46 Arsenal sigraði Blackpool 3-1 - Lehmann stóð vaktina Arsenal vann í dag mikilvægan sigur, 3-1, gegn Blackpool í ensku úrvalsdeildinni. Jens Lehmann var í markinu hjá Arsenal en þessi margreyndi þýski markvörður samdi á ný við Arsenal fyrir stuttu. 10.4.2011 11:03 Kærði nauðgun á hótelherbergi Carlton Cole Carlton Cole, framherji West Ham, verður kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna meintrar kynferðislegrar árásar sem er sögð hafa átt sér stað á hótelherbergi hans. 9.4.2011 22:00 Ferguson: Mjög mikilvægur sigur Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ánægður með sigurinn á Fulham í dag. United lenti aldrei í neinum erfiðleikum og vann þægilegan sigur. 9.4.2011 17:55 Langþráðar mínútur hjá Eiði Smára Eiður Smári Guðjohnsen fékk loksins almennilegt tækifæri með Fulham gegn Man. Utd í dag. Má segja að þetta sé fyrsta alvöru tækifæri Eiðs á þessu ári. 9.4.2011 17:05 Ancelotti: Roman beitir mig ekki neinum þrýstingi Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að ekkert sé hæft í þeim endalausu slúðursögum að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, beiti hann þrýstingi til þess að velja ákveðna menn í byrjunarlið Chelsea. 9.4.2011 17:00 Aron Einar skoraði í jafnteflisleik Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson skoraði annað mark Coventry City í dag er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Derby County á útivelli. Aron skoraði fyrsta mark leiksins. 9.4.2011 16:12 Kuszczak fer frá Man. Utd í sumar Pólski markvörðurinn, Tomasz Kuszczak, greindi frá því í dag að hann ætli sér að yfirgefa herbúðir Man. Utd í sumar. 9.4.2011 14:45 Pistillinn: Ciao Carlo Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. 9.4.2011 12:45 Wenger: Annað sætið yrði ekkert stórslys Eitthvað virðist baráttuþrekið vera farið að þverra hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, því hann er byrjaður að tala um að það verði ekkert stórslys fari svo að Arsenal endi í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 9.4.2011 12:30 Tíu stiga forskot hjá Man. Utd - Eiður spilaði í 35 mínútur Manchester United náði í dag tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann auðveldan sigur á Fulham, 2-0, á Old Trafford. United hefur engu að síður leikið tveimur leikjum meira en Arsenal en Lundúnaliðið þarf að vinna báða sína leiki til þess að minnka muninn aftur í fjögur stig. 9.4.2011 11:05 Everton skellti Úlfunum Það syrti enn frekar í álinn hjá Wolves í dag þegar félagið steinlá á heimavelli, 0-3, gegn Everton sem var án margra manna. 9.4.2011 10:54 Hangeland: Ætlum ekki að vera túristar á Old Trafford Norðmaðurinn stóri í vörn Fulham, Brede Hangeland, bíður afar spenntur eftir leiknum gegn Man. Utd um helgina enda segir hann það vera leik ársins hjá sér. 8.4.2011 19:30 Ferguson: Ég vorkenni Mason dómara Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er ekki hættur að velgja enska knattspyrnusambandinu undir uggum þó svo hann sé að taka út fimm leikja bann og eigi að halda sig á mottunni. 8.4.2011 18:45 Terry: Allt á móti okkur í Meistaradeildinni John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að tapið gegn Man. Utd í Meistaradeildinni hafi endanlega staðfest það fyrir sér að heimurinn sé á móti því að Chelsea vinni Meistaradeildina. Chelsea átti að fá víti undir lok leiksins en United slapp með skrekkinn og vann leikinn, 0-1. 8.4.2011 16:30 Bale og Nasri geta unnið tvöfalt Gareth Bale og Samir Nasri eru tilnefndir sem bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í tveimur flokkum í kjöri sem samtök atvinnumanna standa fyrir á Englandi. Alls eru sjö leikmenn tilnefndir sem bestu leikmenn deildarinnar og aðrir sjö eru í kjöri sem besti ungi leikmaður deildarinnar. Bale og Nasri gætu því unnið til verðlauna í báðum þessum flokkum en það aðeins tveir leikmenn hafa náð þeim áfanga, Andy Gray árið 1977 og Cristiano Ronaldo árið 2007. 8.4.2011 14:00 Steven Gerrard úr leik út tímabilið hjá Liverpool Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki leika fleiri leiki á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enski landsliðsmaðurinn fór í aðgerð á nára fyrir skemmstu og meiðslin tóku sig upp á æfingu í síðustu viku. Gerrard hefur ekki leikið með Liverpool frá því að liðið lagði Manchester United í byrjun mars. Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool greindi frá því á æfingu liðsins í morgun að liðið þyrfti að leika án fyrirliðans það sem eftir er tímabilsins. 8.4.2011 10:00 Gary Neville fær kveðjuleik gegn Juventus á Old Trafford Gary Neville, sem hætti að leika með Manchester United í vetur eftir 18 ára veru hjá félaginu, fær góða kveðjugjöf frá félaginu þann 24. maí þegar ítalska liðið Juventus mun mæta Man Utd á Old Trafford í kveðjuleik honum til heiðurs. 8.4.2011 09:30 Liverpool-liðið fer til Asíu í sumar Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool hefur gefið það út að liðið fari til Asíu á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil. Liverpool mun spila æfingaleiki í Kína, Malasíu og Suður-Kóreu en ensku úrvalsdeildarliðin eru gríðarlega vinsæl í þessum hluta heimsins. 7.4.2011 20:15 Stuðningsmaður kærir Sunderland vegna lélegs skots hjá Cisse Stuðningsmaður Sunderland er búinn að kæra félagið þar sem hann rotaðist á æfingu eftir lélegt skot Djibril Cisse sem fór af afli upp í stúku. 7.4.2011 19:30 Van der Sar er ekki meiddur Edwin van der Sar, markvörður Man. Utd, segist vera í góðu lagi þó svo hann hafi kennt sér meins í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gær. 7.4.2011 18:45 Rooney: Ekki sá fyrsti til að blóta í sjónvarpi og verð ekki sá síðasti Wayne Rooney tapaði áfrýjun sinni og þarf því að taka út tveggja leikja bann fyrir að blóta í sjónvarpsmyndavél þegar hann fagnaði þriðja marki sínu á móti West Ham um síðustu helgi. 7.4.2011 17:15 Sjá næstu 50 fréttir
Brighton í ensku B-deildina Brighton & Hove Albion tryggði sér í kvöld sæti í ensku B-deildinni með 4-3 sigri á Dagenham & Redbrigde. Knattspyrnustjóri liðsins er Gus Poyet. 12.4.2011 22:48
Ferguson: Spiluðum vel gegn góðu liði Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi verið erfitt að spila gegn sterku liði Chelsea í kvöld en þá áttust liðin við í síðari viðureign þeirra í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 12.4.2011 21:28
Aron hafði betur gegn Hermanni Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry unnu 3-0 útisigur á Portsmouth, liði Hermanns Hreiðarssonar, í ensku B-deildinni í kvöld. 12.4.2011 20:50
Dalglish sér ekki eftir að hafa keypt þá Carroll og Suárez Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sér ekki eftir því að hafa keypt þá Andy Carroll og Luis Suárez til félagsins en þeir áttu báðir skínandi leik í gær þegar Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Manchester City á Anfield. 12.4.2011 16:00
Mancini: Ég á alla sökina á tapinu á móti Liverpool Roberto Mancini, stjóri Manchester City, kennir sjálfum sér um tapið á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en Liverpool vann öruggan 3-0 sigur þar sem öll mörkin komu á fyrstu 35 mínútum leiksins. 12.4.2011 10:45
Enginn Tevez og enginn Rooney á Wembley á laugardaginn Tvær stærstu stjörnur Manchester-liðanna, United og City, verða væntanlega báðir fjarri góðu gamni þegar liðin mætast á Wembley á laugardaginn í undanúrslium ensku bikarkeppninnar. 12.4.2011 09:45
Carroll: Þetta var frábær dagur Andy Carroll opnaði markareikning sinn hjá Liverpool í kvöld er hann skoraði tvö mörk í góðum 3-0 sigri Liverpool á Man. City. 11.4.2011 23:15
Nani svekktur yfir því að vera ekki tilnefndur sem besti leikmaðurinn Portúgalinn Nani viðurkennir að vera svekktur yfir því að hafa ekki verið tilnefndur sem besti leikmaður ársins af kollegum sínum. 11.4.2011 20:15
Andy Carroll skoraði tvívegis í 3-0 sigri Liverpool Liverpool sýndi góða takta gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með 3-0 sigri. Andy Carroll skoraði tvívegis fyrir Liverpool og eru þetta fyrstu deildarmörk hans frá því hann kom í lok janúar frá Newcastle. Manchester City virðist í lægð þessa stundina og fátt sem bendir til þess að liðið nái góðum úrslitum á Wembley í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar gegn Manchester United um næstu helgi. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar með 48 stig en Man City er með 56 stig í fjórða sæti. 11.4.2011 17:40
Sunnudagsmessan: Leikmenn deildarinnar þola ekki Nani Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær var farið yfir leiki helgarinnar samkvæmt venju. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu um hvaða leikmenn eru tilnefndir sem leikmenn ársins af leikmannasamtökum ensku úrvalsdeildarinnar. 11.4.2011 15:00
Fuller gæti fengið leikbann fyrir rifrildi við stuðningsmann Tottenham Richardo Fuller leikmaður Stoke og Vedran Corluka leikmaður Tottenham gætu átt yfir höfði sér leikbann eftir að þeir lentu í orðaskaki við stuðningsmenn á laugardaginn þegar Tottenham og Stoke áttust við á White Hart Lane í London. Fuller greip um hálsinn á einum stuðningsmanni Tottenham undir lok leiksins. 11.4.2011 11:45
Tíu lið í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu útlendinga Í gær bárust fregnir af því að Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke muni á næstunni eignast meirihluta í enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Kroenke hefur á undanförnum árum átt 29,9% hlut í félaginu og eftir að hann keypti 1% hlut til viðbótar myndast yfirtökuskylda á öðrum hlutabréfum. Nú er svo komið að helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni eru í eigu erlendra aðila. Bandarískir auðjöfrar eru áberandi í þessum hópi en alls eru fimm úrvalsdeildarlið í eigu Bandaríkjamanna. 11.4.2011 10:45
Jose Enrique á leið til Liverpool samkvæmt Phil Thompson Phil Thompson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Liverpool gaf það út í viðtali við norska sjónvarpsstöð að hann hefði heyrt að Jose Enrique, leikmaður Newcastle myndi ganga í raðir Liverpool í sumar. 11.4.2011 10:15
Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum helgarinnar Að venju var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina og spennan magnast fyrir lokakaflann. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is en Manchester United er efst í deildinni með 69 stig eftir 2-0 sigur gegn Fulham um helgina og Arsenal kemur þar á eftir með 62 stig en á leik til góða á Man Utd. Einn leikur fer fram í kvöld þar sem að Liverpool tekur á móti Manchester City og hefst leikurinn kl.19.00. 11.4.2011 09:00
Nú losar Sky sig við Rooney Vafasöm hegðun Wayne Rooney heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Coca-Cola hefur þegar sagt skilið við Rooney og nú hefur Sky-sjónvarpsstöðin gert slíkt hið sama. 10.4.2011 23:30
Milner reifst við umboðsmann Rooney James Milner, vængmaður Man. City, lenti í heiftarlegu rifrildi við Paul Stretford, umboðsmann Wayne Rooney, í þrítugsafmæli Gareth Barry á dögunum. 10.4.2011 22:45
Kroenke að eignast Arsenal Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke við það að ná yfirtökum í Arsenal. Kroenke er fyrir stærsti einstaki hluthafi félagsins. Kroenke á 29,9 prósent í félaginu og ef hann kaupir tæpt prósent í viðbót þá hefur myndast yfirtökuskylda. 10.4.2011 22:00
Spurs til í að greiða 30 milljónir punda fyrir Cavani Tottenham er sagt ætla að opna veskið í sumar og kaupa framherjann Edinson Cavani frá Napoli. Forráðamenn Spurs láta það hræða sig þó Napoli vilji fá 80 milljónir punda fyrir markamaskínuna. 10.4.2011 21:15
Man. City sagt vera að undirbúa risatilboð í Wilshere Ungstirnið Jack Wilshere hefur heldur betur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og enskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir leikmanninum. 10.4.2011 19:30
Abramovich sagður íhuga að selja Torres Fregnir herma að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sjái nú þegar eftir því að hafa keypt spænska framherjann Fernando Torres á 50 milljónir punda og sé til í að selja hann aftur. 10.4.2011 18:00
Gerrard verður ekki meira með á þessari leiktíð Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfti að fara í aðra aðgerð á nára fyrir stuttu, en hann hefur verið að glíma við nárameiðslin í töluverðan tíma. 10.4.2011 16:30
Redknapp reyndi að krækja í Rio Ferdinand Harry Redknapp, framkvæmdarstjóri Tottenham, hefur nú viðurkennt að hann hafi reynt að semja við Rio Ferdinand, fyrirliða, Manchester United, síðastliðið sumar. Redknapp telur að liðinu skorti reynslu og leikmenn með leiðtogahæfileika. 10.4.2011 15:45
Bruce: Erum að nálgast fallsvæðið Steve Bruce, framkvæmdarstjóri Sunderland, viðurkennir það að lið hans sé að nálgast fallbaráttuna. Sunderland tapaði í gær fyrir West Bromwich Albion, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni. 10.4.2011 14:00
Collins tryggði Villa mikilvægan sigur Aston Villa vann gríðarlega mikilvægan sigur á Newcastle, 1-0, í dag og náði með sigrinum aðeins að rífa sig frá fallsvæðinu. 10.4.2011 12:46
Arsenal sigraði Blackpool 3-1 - Lehmann stóð vaktina Arsenal vann í dag mikilvægan sigur, 3-1, gegn Blackpool í ensku úrvalsdeildinni. Jens Lehmann var í markinu hjá Arsenal en þessi margreyndi þýski markvörður samdi á ný við Arsenal fyrir stuttu. 10.4.2011 11:03
Kærði nauðgun á hótelherbergi Carlton Cole Carlton Cole, framherji West Ham, verður kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna meintrar kynferðislegrar árásar sem er sögð hafa átt sér stað á hótelherbergi hans. 9.4.2011 22:00
Ferguson: Mjög mikilvægur sigur Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ánægður með sigurinn á Fulham í dag. United lenti aldrei í neinum erfiðleikum og vann þægilegan sigur. 9.4.2011 17:55
Langþráðar mínútur hjá Eiði Smára Eiður Smári Guðjohnsen fékk loksins almennilegt tækifæri með Fulham gegn Man. Utd í dag. Má segja að þetta sé fyrsta alvöru tækifæri Eiðs á þessu ári. 9.4.2011 17:05
Ancelotti: Roman beitir mig ekki neinum þrýstingi Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að ekkert sé hæft í þeim endalausu slúðursögum að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, beiti hann þrýstingi til þess að velja ákveðna menn í byrjunarlið Chelsea. 9.4.2011 17:00
Aron Einar skoraði í jafnteflisleik Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson skoraði annað mark Coventry City í dag er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Derby County á útivelli. Aron skoraði fyrsta mark leiksins. 9.4.2011 16:12
Kuszczak fer frá Man. Utd í sumar Pólski markvörðurinn, Tomasz Kuszczak, greindi frá því í dag að hann ætli sér að yfirgefa herbúðir Man. Utd í sumar. 9.4.2011 14:45
Pistillinn: Ciao Carlo Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. 9.4.2011 12:45
Wenger: Annað sætið yrði ekkert stórslys Eitthvað virðist baráttuþrekið vera farið að þverra hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, því hann er byrjaður að tala um að það verði ekkert stórslys fari svo að Arsenal endi í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 9.4.2011 12:30
Tíu stiga forskot hjá Man. Utd - Eiður spilaði í 35 mínútur Manchester United náði í dag tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann auðveldan sigur á Fulham, 2-0, á Old Trafford. United hefur engu að síður leikið tveimur leikjum meira en Arsenal en Lundúnaliðið þarf að vinna báða sína leiki til þess að minnka muninn aftur í fjögur stig. 9.4.2011 11:05
Everton skellti Úlfunum Það syrti enn frekar í álinn hjá Wolves í dag þegar félagið steinlá á heimavelli, 0-3, gegn Everton sem var án margra manna. 9.4.2011 10:54
Hangeland: Ætlum ekki að vera túristar á Old Trafford Norðmaðurinn stóri í vörn Fulham, Brede Hangeland, bíður afar spenntur eftir leiknum gegn Man. Utd um helgina enda segir hann það vera leik ársins hjá sér. 8.4.2011 19:30
Ferguson: Ég vorkenni Mason dómara Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er ekki hættur að velgja enska knattspyrnusambandinu undir uggum þó svo hann sé að taka út fimm leikja bann og eigi að halda sig á mottunni. 8.4.2011 18:45
Terry: Allt á móti okkur í Meistaradeildinni John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að tapið gegn Man. Utd í Meistaradeildinni hafi endanlega staðfest það fyrir sér að heimurinn sé á móti því að Chelsea vinni Meistaradeildina. Chelsea átti að fá víti undir lok leiksins en United slapp með skrekkinn og vann leikinn, 0-1. 8.4.2011 16:30
Bale og Nasri geta unnið tvöfalt Gareth Bale og Samir Nasri eru tilnefndir sem bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í tveimur flokkum í kjöri sem samtök atvinnumanna standa fyrir á Englandi. Alls eru sjö leikmenn tilnefndir sem bestu leikmenn deildarinnar og aðrir sjö eru í kjöri sem besti ungi leikmaður deildarinnar. Bale og Nasri gætu því unnið til verðlauna í báðum þessum flokkum en það aðeins tveir leikmenn hafa náð þeim áfanga, Andy Gray árið 1977 og Cristiano Ronaldo árið 2007. 8.4.2011 14:00
Steven Gerrard úr leik út tímabilið hjá Liverpool Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki leika fleiri leiki á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enski landsliðsmaðurinn fór í aðgerð á nára fyrir skemmstu og meiðslin tóku sig upp á æfingu í síðustu viku. Gerrard hefur ekki leikið með Liverpool frá því að liðið lagði Manchester United í byrjun mars. Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool greindi frá því á æfingu liðsins í morgun að liðið þyrfti að leika án fyrirliðans það sem eftir er tímabilsins. 8.4.2011 10:00
Gary Neville fær kveðjuleik gegn Juventus á Old Trafford Gary Neville, sem hætti að leika með Manchester United í vetur eftir 18 ára veru hjá félaginu, fær góða kveðjugjöf frá félaginu þann 24. maí þegar ítalska liðið Juventus mun mæta Man Utd á Old Trafford í kveðjuleik honum til heiðurs. 8.4.2011 09:30
Liverpool-liðið fer til Asíu í sumar Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool hefur gefið það út að liðið fari til Asíu á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil. Liverpool mun spila æfingaleiki í Kína, Malasíu og Suður-Kóreu en ensku úrvalsdeildarliðin eru gríðarlega vinsæl í þessum hluta heimsins. 7.4.2011 20:15
Stuðningsmaður kærir Sunderland vegna lélegs skots hjá Cisse Stuðningsmaður Sunderland er búinn að kæra félagið þar sem hann rotaðist á æfingu eftir lélegt skot Djibril Cisse sem fór af afli upp í stúku. 7.4.2011 19:30
Van der Sar er ekki meiddur Edwin van der Sar, markvörður Man. Utd, segist vera í góðu lagi þó svo hann hafi kennt sér meins í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gær. 7.4.2011 18:45
Rooney: Ekki sá fyrsti til að blóta í sjónvarpi og verð ekki sá síðasti Wayne Rooney tapaði áfrýjun sinni og þarf því að taka út tveggja leikja bann fyrir að blóta í sjónvarpsmyndavél þegar hann fagnaði þriðja marki sínu á móti West Ham um síðustu helgi. 7.4.2011 17:15