Enski boltinn

Andy Carroll skoraði tvívegis í 3-0 sigri Liverpool

Andy Carroll fagnar hér fyrsta marki sínu fyrir Liverpool.
Andy Carroll fagnar hér fyrsta marki sínu fyrir Liverpool. Nordic Photos/Getty Images
Liverpool sýndi góða takta gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með 3-0 sigri. Andy Carroll skoraði tvívegis fyrir Liverpool og eru þetta fyrstu deildarmörk hans frá því hann kom í lok janúar frá Newcastle. Manchester City virðist í lægð þessa stundina og fátt sem bendir til þess að liðið nái góðum úrslitum á Wembley í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar gegn Manchester United um næstu helgi. Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar með 48 stig en Man City er með 56 stig í fjórða sæti.

Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið eftir því að framherjinn Andy Carroll opnaði markareikninginn og hann gerði það með stæl strax á 12. mínútu. Raul Meireles átti skot að marki, boltinn hafnaði í Vincent Kompany varnarmanni City. Boltinn barst til Carroll sem þrumaði boltanum af um 20 metra færi með vinstri í markið án þess að Joe Hart kæmi vörnum við.

Dirk Kuyt bætti við öðru marki fyrir heimamenn á 33., mínútu og Carroll bætti við þriðja markinu einni mínútu síðar. Staðan í hálfleik var 3-0. Markið hjá Kuyt kom eftir mikla pressu frá Liverpool þar sem að varnarmenn Man City höfðu varið skot frá Aurelio og Suarez. Kuyt fékk boltann í vítateignum og skoraði laglega. Annað markið hjá Carroll skoraði þriðja markið með skalla eftir fyrirgjöf frá Meireles. Vörumerki framherjans og hann var fenginn í lið Liverpool til þess að sýna þessa hæfileika.

Skömmu síðarr reifa Carlos Tevéz af sér fyrirliðabandið hjá Man City þar sem hann tognaði í aftanverðum lærvöðva og fór hann af leikvelli. Það eru vondar fréttir fyrir Man City sem leikur næst gegn Manchester United á Wembley í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×