Enski boltinn

Bale og Nasri geta unnið tvöfalt

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gareth Bale og Samir Nasri eru tilnefndir sem bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í tveimur flokkum í kjöri sem samtök atvinnumanna standa fyrir á Englandi
Gareth Bale og Samir Nasri eru tilnefndir sem bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í tveimur flokkum í kjöri sem samtök atvinnumanna standa fyrir á Englandi Nordic Photos/Getty Images
Gareth Bale og Samir Nasri eru tilnefndir sem bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í tveimur flokkum í kjöri sem samtök atvinnumanna standa fyrir á Englandi. Alls eru sjö leikmenn tilnefndir sem bestu leikmenn deildarinnar og aðrir sjö eru í kjöri sem besti ungi leikmaður deildarinnar. Bale og Nasri gætu því unnið til verðlauna í báðum þessum flokkum en það aðeins tveir leikmenn hafa náð þeim áfanga, Andy Gray árið 1977 og Cristiano Ronaldo árið 2007.

Þeir sem eru tilnefndir sem bestu leikmenn ársins eru:

Gareth Bale (Tottenham), Rafael Van der Vaart (Tottenham), Carlos Tevez (Manchester City), Nemanja Vidic (Manchester United), Scott Parker (West Ham), Samir Nasri (Arsenal) og Charlie Adam (Blackpool).

Þeir sem eru tilnefndir í flokknum besti ungi leikmaður ársins eru:

Gareth Bale (Tottenham), Samir Nasri (Arsenal), Joe Hart (Manchester City), Jack Wilshere (Arsenal), Seamus Coleman (Everton), Nani (Manchester United) og Javier Hernandez (Manchester United).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×