Enski boltinn

Brighton í ensku B-deildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gus Poyet fagnar áfanganum í kvöld.
Gus Poyet fagnar áfanganum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Brighton & Hove Albion tryggði sér í kvöld sæti í ensku B-deildinni með 4-3 sigri á Dagenham & Redbrigde. Knattspyrnustjóri liðsins er Gus Poyet.

Brighton lenti tvívegis undir í leiknum í kvöld en náði að vinna á endanum sigur. Liðið er nú með 90 stig í efsta sæti deildarinnar og sextán stigum á undan næstu liðum.

Liðið var síðast í ensku B-deildinni fyrir fimm árum síðan en Poyet er nú á sínu öðru ári með liðið.

Brighton hefur ekki tapað leik á heimavelli í allan vetur og hefur þar að auki unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið hefur verið í toppsæti deildarinnar síðan í september og getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Walsall á laugardaginn.

Southampton og Huddersfield eru að bítast um annað sæti deildarinnar en bæði lið eru með 74 stig. Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með síðarnefnda liðinu.

Poyet á langan feril að baki sem leikmaður og var áður aðstoðarstjóri hjá Swindon, Leeds og Tottenham áður en hann tók við Brighton árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×