Enski boltinn

Carroll: Þetta var frábær dagur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carroll fagnar í kvöld.
Carroll fagnar í kvöld.
Andy Carroll opnaði markareikning sinn hjá Liverpool í kvöld er hann skoraði tvö mörk í góðum 3-0 sigri Liverpool á Man. City.

"Þetta var frábær dagur fyrir okkur. Mitt fyrsta mark og frábær úrslit," sagði Carroll himinlifandi eftir leik í kvöld.

"Móttökurnar sem ég hef fengið frá stuðningsmönnum eru frábærar. Tími minn hér hefur verið yndislegur," sagði Carroll en hvað með fyrsta markið fyrir Liverpool.

"Boltinn datt vel fyrir mig og ég hitti hann betur en ég átti von á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×