Enski boltinn

Langþráðar mínútur hjá Eiði Smára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður vildi fá horn í dag er skot hans fór fram hjá markinu. AP
Eiður vildi fá horn í dag er skot hans fór fram hjá markinu. AP
Eiður Smári Guðjohnsen fékk loksins almennilegt tækifæri með Fulham gegn Man. Utd í dag. Má segja að þetta sé fyrsta alvöru tækifæri Eiðs á þessu ári.

Fyrir leikinn í dag hafði Eiður aðeins leikið í 24 mínútur samtals fyrir Fulham. Hann fékk heilar 35 mínútur í dag sem hafa vafalítið verið kærkomnar.

Fyrri hluta tímabilsins hjá Stoke lék Eiður Smári aðeins í samtals 128 mínútur.

Eiður nýtti tækifærið í dag þokkalega. Hleypti ágætu lífi í leik Fulham er hann kom inn og komst nokkuð nálægt því að skora er hann átti skot rétt fram hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×