Enski boltinn

Ferguson: Ég vorkenni Mason dómara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson með Rooney.
Ferguson með Rooney.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd,  er ekki hættur að velgja enska knattspyrnusambandinu undir uggum þó svo hann sé að taka út fimm leikja bann og eigi að halda sig á mottunni.

Hann segir nú að það sé gríðarleg pressa á Lee Mason dómara að refsa öllum leikmönnum sem noti blótsyrði á knattspyrnuvellinum. Mason setti munnsöfnuð Wayne Rooney gegn West Ham í skýrslu sína og Rooney var dæmdur í tveggja leikja bann.

"Þessi dómur mun þjappa hópnum saman. Það er plús fyrir okkur. Sá sem ég vorkenni þó er Lee Mason. Hann er kominn í skelfilega aðstöðu," sagði Ferguson.

"Hann er núna undir pressu. Það þarf enginn að efast um það. Ef að hann rekur ekki mann af velli fyrir munnsöfnuð núna mun spurningin kvikna hvort hann sé tvöfaldur í roðinu. Þetta er erfið staða fyrir drenginn. Ég vorkenni honum. Ég veit ekki hvað verður um feril hans núna. Ég held það hafi verið sett pressa á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×