Enski boltinn

Dalglish sér ekki eftir að hafa keypt þá Carroll og Suárez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll og Kenny Dalglish.
Andy Carroll og Kenny Dalglish. Mynd/AP
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sér ekki eftir því að hafa keypt þá Andy Carroll og Luis Suárez til félagsins en þeir áttu báðir skínandi leik í gær þegar Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Manchester City á Anfield.

„Það er greinilegt að því meira sem Andy og Luis spila saman því betur ná þeir saman. Luis átti mjög góðan leik og var óheppinn að skora ekki þegar hann skaut í stöngina. Ég held að allir sjái það að samstarf þeirra er á góðri leið en það verður líka að hrósa öðrum mönnum í liðinu fyrir þá þjónustu sem þeir fengu í gær," sagði Kenny Dalglish.

Carroll skoraði tvö mörk í leiknum og opnaði þar með markareikning sinn hjá Liverpool. „Það var frábært að sjá stóra strákinn skora sín fyrstu mörk. Fyrra markið var stórkostlegt skot og það seinna var gott skallamark," sagði Dalglish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×