Enski boltinn

Nani svekktur yfir því að vera ekki tilnefndur sem besti leikmaðurinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nani.
Nani.
Portúgalinn Nani viðurkennir að vera svekktur yfir því að hafa ekki verið tilnefndur sem besti leikmaður ársins af kollegum sínum.

Það kom ansi mörgum á óvart að Nani skyldi ekki hafa verið á meðal sex efstu í kjörinu enda hefur hann spilað vel fyrir topplið United.

Nani er með 18 stoðsendingar á leiktíðinni og hefur almennt spilað vel. Sumir halda því fram að hann sé ekki tilnefndur þar sem öðrum leikmönnum sé einfaldlega illa við hann.

"Mér finnst ég hafa staðið mig vel þannig að þessi niðurstaða er augljóslega vonbrigði," sagði Nani.

"Mér er ekki vel við að tala um annað fólk eða þá sem taka ákvarðanir. Ef ég vil vera tilnefndur verð ég að sanna á vellinum að ég eigi það skilið. Allir eiga rétt á sinni skoðun og vonandi verður betur fylgst með mér næst ef ég stend mig vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×