Enski boltinn

Steven Gerrard úr leik út tímabilið hjá Liverpool

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki leika fleiri leiki á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki leika fleiri leiki á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos/Getty Images
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki leika fleiri leiki á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Enski landsliðsmaðurinn fór í aðgerð á nára fyrir skemmstu og meiðslin tóku sig upp á æfingu í síðustu viku. Gerrard hefur ekki leikið með Liverpool frá því að liðið lagði Manchester United í byrjun mars. Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool greindi frá því á æfingu liðsins í morgun að liðið  þyrfti að leika án fyrirliðans það sem eftir er tímabilsins.  

„Við vitum ekki hvort meiðslin eru alvarleg, það eru sérfræðingar að skoða það mál en ég veit að hann verður ekki meira með á þessu tímabili,“  sagði Dalglish á æfingasvæði Liverpool í dag. Danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger er einnig úr leik út tímabilið vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir gegn WBA um s.l. helgi.  

Hægri bakverðirnir Glen Johnson og Martin Kelly eru báðir meiddir eftir að hafa tognað í aftanverðum lærvöðva. Næsti leikur Liverpool er gegn Manchester City á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×