Enski boltinn

Gary Neville fær kveðjuleik gegn Juventus á Old Trafford

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gary Neville, sem hætti að leika með Manchester United í vetur eftir 18 ára veru hjá félaginu, fær góða kveðjugjöf frá félaginu þann 24. maí þegar ítalska liðið Juventus mun mæta Man Utd á Old Trafford í kveðjuleik honum til heiðurs.
Gary Neville, sem hætti að leika með Manchester United í vetur eftir 18 ára veru hjá félaginu, fær góða kveðjugjöf frá félaginu þann 24. maí þegar ítalska liðið Juventus mun mæta Man Utd á Old Trafford í kveðjuleik honum til heiðurs. Nordic Photos/Getty Images
Gary Neville, sem hætti að leika með Manchester United í vetur eftir 18 ára veru hjá félaginu, fær góða kveðjugjöf frá félaginu þann 24. maí þegar ítalska liðið Juventus mun mæta Man Utd á Old Trafford í kveðjuleik honum til heiðurs.

Neville, sem er 36 ára gamall, lék sinn síðasta leik þann 1. janúar s.l. þar sem hann var stálheppinn að fá ekki rautt spjald í leik sem hann vill eflaust gleyma sem allra fyrst. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Neville undanfarin misseri og hann tók þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna í stað þess að reyna að halda áfram.

Neville lék sinn fyrsta leik fyrir Man Utd gegn Torpedo frá Moskvu þegar hann var 17 ára og frá þeim tíma hefur hann leikið 602 leiki, unnið enska meistaratitilinn átta sinnum, ensku bikarkeppnina þrisvar, deildabikarinn tvívegis og árið 1999 fagnaði hann sigri í Meistaradeild Evrópu í hreint mögnuðum leik. Að auki lék Neville 85 A-landsleiki fyrir England.

Allur ágóði af leiknum verður notaður til góðgerðamála sem Neville hefur unnið að á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×