Enski boltinn

Stuðningsmaður kærir Sunderland vegna lélegs skots hjá Cisse

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cisse rotaði áhorfanda á æfingu.
Cisse rotaði áhorfanda á æfingu.
Stuðningsmaður Sunderland er búinn að kæra félagið þar sem hann rotaðist á æfingu eftir lélegt skot Djibril Cisse sem fór af afli upp í stúku.

"Stuðningsmaður meiddist illa. Þetta var um 20 metra skot frá Cisse sem fór í höfuðið á honum," sagði Njáll Quinn, stjórnarformaður Sunderland.

"Ég geri grín að þessu í dag en á sínum tíma var þetta alvarlegt mál. Nú er hann að kæra og það er svo sem lítið við því að segja."

Cisse spilar í dag með Panathinaikos en lék leiktíðina 2008-09 með Sunderland og kæran kemur því ansi seint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×