Fleiri fréttir

Misstir þú af aukaspyrnu Charlie Adam? - fallegustu mörkin

Eins og alltaf þá er hægt að sjá fimm flottustu mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni inn á Vísi og það er boðið upp á flotta fimmu að þessu sinni. Það kemur þó ekki á óvart að Blackpool-maðurinn Charlie Adam eigi fallegasta markið.

Reina ætlar að fara ef Liverpool styrkir sig ekki

Markvörðurinn Pepe Reina hefur gefið vísbendingar þess efnis að hann muni yfirgefa Liverpool ef liðið styrkir sig ekki hressilega í sumar. Reina hefur verið orðaður við Man. United en liðinu vantar markvörð í sumar þegar Edwin van der Sar hættir í vor.

Matt Jarvis valinn í enska landsliðið

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti í kvöld leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Wales í undankeppni EM og vináttulandsleikinn gegn Gana.

Ireland og Best skelltu sér á djammið

Alan Pawdew, knattspyrnustjóri Newcastle, var afar óhress eftir 4-0 tap gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær og ekki batnaði ástandið eftir að fréttir bárust af því að leikmenn liðsins, þeir Stephen Ireland og Leon Best hefðu skellt sér á djammið, kvöldi fyrir leikinn.

Kaupir Ferguson Douglas Costa í sumar?

Knattspyrnustjóri Manchester United, Alex Ferguson, tók stórt skref í áttina að sínum fyrstu kaupum í sumar er hann bauð miðvallaleikmanni Shaktar Donetsk, Douglas Costa, að horfa á leik liðsins gegn Bolton í gær.

Wilshere er fyrsta val Capello

Fabio Capello segir að enski miðvallaleikmaurinn Jack Wilshere sé hans fyrsta val á miðjuna hjá enska landsliðinu. Þessi 19 ára leikmaður hefur leikið frábærlega á miðjunni hjá Arsenal í vetur og hefur greinilega náð athygli Capello.

Chelsea hélt lífi í titilbaráttunni með sigri á City

Chelsea er komið í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Man. City á Stamford Brigde í dag. Það var varnarmaðurinn David Luiz sem kom heimamönnum á bragðið á 79. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Dider Drogba.

Dalglish: Vítaspyrnudómurinn er ekki okkar vandamál

Kenny Dalglish segir að það sé ekki hans vandamál að liðið hafi fengið afar ódýra vítaspyrnu sem Dirk Kuyt skoraði úr í fyrri hálfleik æi 0-2 sigri liðsins gegn Sunderland í dag. Leikmenn Sunderland og Steve Bruce, þjálfari liðsins, voru æfir yfir ákvörðuninni en augljóst var að brotið átti sér stað utan vítateigs þegar atvikið var skoðað í endursýningu.

Fer Lehmann í byrjunarliðið hjá Arsenal?

Bresku blöðin gera því skóna í dag að þýski markvörðurinn Jens Lehmann verði í byrjunarliðinu hjá Arsenal þegar liðið leikur næst í ensku úrvalsdeildinni.

Óljóst hvort að Ancelotti verði áfram með Chelsea

Chelsea hefur neitað að staðfesta hvort Carlo Ancelotti verði stjóri liðsins á næstu leiktíð. Ancelotti er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð en gengi liðsins á þessari leiktíð hefur verið langt undir væntingum og eru líkur á því að þessi ítalski knattspyrnustjóri hætti með liðið í sumar.

Rio hundfúll út í Capello

Rio Ferdinand er sagður vera farinn í fýlu út í Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, sem hefur tekið af honum fyrirliðabandið. Rio finnst þjálfarinn hafa sýnt sér lítilsvirðingu.

Suárez skoraði í sigri Liverpool

Liverpool vann góðan útisigur gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag, 0-2. Dirk Kyut og Luis Suárez skoruðu mörk Liverpool.

Byrjunarlið Chelsea og Man. City kosta 67 milljarða

Tvö ríkustu knattspyrnulið Englands, Chelsea og Manchester City, mætast í dag á Stamford Brigde í London. Bæði lið eru í eigu milljarðamæringa og sést það þegar litið er til kostnaðar liðanna. Í samantekt Daily Mail kemur í ljós að byrjunarlið þessara tveggja félaga kosta samanlagt 67 milljarða íslenskra króna.

Bale búinn að framlengja við Tottenham

Velski vængmaðurinn Gareth Bale virðist ekki vera á förum frá Tottenham því hann er búinn að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2015.

Moratti: Balotelli mun ekki breytast

Massimo Moratti, forseti Inter, er ekki búinn að gleyma fyrrum leikmanni liðsins, Mario Balotelli, sem var óstýrilátur í herbúðum Inter rétt eins og hjá Man. City.

Ferguson: Ekkert félag með sama karakter og við

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum sáttur með stigin þrjú gegn Bolton í dag. Þau voru alls ekki auðfengin og sigurmarkið kom eftir að United hafði misst mann af velli með rautt spjald.

Ruddatækling Evans sendi Holden á spítala

Owen Coyle, stjóri Bolton, staðfesti eftir leik Man. Utd og Bolton í dag að Stuart Holden, leikmaður Bolton, hefði þurft að fara á spítala eftir ruddatæklingu Jonny Evans.

Berbatov kom United til bjargar - Almunia gaf mark

Tíu leikmenn Man. Utd unnu afar mikilvægan sigur á Bolton í dag, 1-0. Það var varamaðurinn Dimitar Berbatov sem skoraði eina mark leiksins eftir að United hafði misst mann af velli. Á sama tíma gerði Arsenal jafntefli gegn WBA. Fyrir vikið er Man. Utd komið með fimm stiga forskot í deildinni.

Dalglish vill að Capello fari vel með Carroll

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur sagt Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, að fara varlega með Andy Carroll ákveði hann að velji Carroll í enska landsliðið.

Markalaust hjá Spurs og West Ham

Tottenham varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði aðeins markalaust jafntefli á heimavelli gegn West Ham.

Ferguson hefur enn mikla trú á Rio

Þó svo Rio Ferdinand sé meiddur og verði væntanlega ekki meira með í vetur hefur stjórinn hans, Sir Alex Ferguson, ekki snúið baki við honum.

Joe Jordan dæmdur í bann

Joe Jordan, aðstoðarstjóri Tottenham, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir sinn þátt í því atviki sem kom upp í leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu.

Ferguson að verða uppiskroppa með varnarmenn

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, klórar sér eflaust í kollinum þessa dagana enda enginn hægðarleikur að stilla upp vörn liðsins miðað við meiðslin sem plaga liðið.

UEFA dæmdi Wenger og Nasri báða í leikbann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal og franski miðjumaðurinn Samir Nasri voru báðir dæmdir í eins leiks bann af aganefnd UEFA í dag. Þeir fara í bann fyrir framkomu sína gagnvart svissneska dómaranum Massimo Busacca eftir tap liðsins í seinni leiknum á móti Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ferguson ætlar ekki að áfrýja

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar ekki að áfrýja dómi aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem féll í vikunni.

Wenger staðfestir að Lehmann verði með Arsenal út tímabilið

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að félagið sé búið að gera samning við þýska markvörðinn Jens Lehmann út tímabilið. Lehmann mun verða varamarkvörður Manuel Almunia þar sem að allir aðrir markverðir liðsins eru frá vegna meiðsla.

Drogba er ekki í neinni fýlu

Það er endalaust slúðrað um að Didier Drogba sé ósáttur í herbúðum Chelsea og hann hefur ekki undan að neita slíkum sögusögnum í fjölmiðlum.

Rio spilar hugsanlega ekki meira í vetur

Rio Ferdinand hefur misst af mörgum leikjum Man. Utd í vetur vegna meiðsla og nú gæti farið svo að hann spili hreinlega ekki meira á þessu tímabili.

Torres byrjar gegn Man. City

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Fernando Torres verði í byrjunarliði félagsins er það mætir Man. City um helgina.

Fulham reisir styttu af Michael Jackson fyrir utan Craven Cottage

Fulham ætlar að heiðra minningu Michael Jackson og vinskapar hans við eiganda félagsins, Mohamed Al Fayed, með því að reisa stytta af konungi popsins fyrir utan Craven Cottage. Styttan verður vígð 3. apríl eða fyrir leik á móti Blackpool í ensku úrvalsdeildinni.

Benayoun valinn í ísraelska landsliðshópinn

Yossi Benayoun, fyrirliði ísraelska landsliðsins, er í hópnum fyrir leiki liðsins á móti Lettlandi og Gerogíu í undankeppni EM þrátt fyrir að hafa ekki spilað með Chelsea síðan í október.

Nani er ennþá mjög sár út í Carragher

Nani, leikmaður Manchester United, segist ekki enn hafa fyrirgefið Liverpool-manninum Jamie Carragher fyrir tæklinguna á dögunum. Nani var borinn af velli en spilaði síðan á ný með United í Meistaradeildinni í gær.

Ferguson í fimm leikja bann

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann fyrir ummælin sem hann lét falla um Martin Atkinson knattspyrnudómara.

Sjá næstu 50 fréttir