Fleiri fréttir

Caicedo lánaður til Malaga

Manchester City hefur lánað sóknarmaninn Felipe Caicedo til Malaga á Spáni til loka núverandi tímabils.

Voronin farinn frá Liverpool

Andriy Voronin hefur gengið til liðs við Dinamo Moskvu en hann gerði um helgina þriggja ára samning við félagið.

Fimm leikmenn á leið frá United?

Eins og venjulega eru ensku dagblöðin stútfull af orðrómum og sögusögnum um liðin í ensku úrvalsdeildinni. Einna athyglisverðust er frétt The Mirror um að fimm leikmenn Manchester United eru á leið frá félaginu.

Gylfi leikmaður desembermánaðar

Gylfi Sigurðsson var valinn besti leikmaður Reading í desembermánuði en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í mánuðinum.

Hólmar Örn lánaður til Belgíu

Hólmar Örn Eyjólfsson hefur verið lánaður til belgíska úrvalsdeildarfélagsins KSV Roeselare frá West Ham í Englandi.

Tevez og McLeish bestir í desember

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, og Alex McLeish, stjóri Birmingham, voru valdir bestir í desembermánuði í ensku úrvalsdeildinni.

Aron hafði betur gegn Emil

Coventry vann í dag 3-1 sigur á Barnsley í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry sem fór upp í fjórtánda sæti deildarinnar með sigrinum.

Arsenal náði jafntefli gegn Everton

Arsenal var stálheppið að fá eitt stig þegar að liðið mætti Everton á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðin skildu jöfn, 2-2.

Bowyer: Ég hef breyst

Lee Bowyer segir að hann hafi orðið skynsamur á sínum efri árum sem knattspyrnumaður.

Wenger: Tóm þvæla að Fabregas sé á leið til Spánar

Arsene Wenger er orðinn þreyttur á að tala um þær sögusagnir um að Cesc Fabregas sé á leið til Spánar en nú síðast var hann sagður á leið til Real Madrid. Hann hefur ítrekaður verið orðaður við Barcelona í gegnum tíðina.

Donovan í byrjunarliði Everton

Aðeins einn leikur hefst núna klukkan 15.00 í ensku úrvalsdeildinni en það er leikur Arsenal og Everton. Öllum öðrum leikjum helgarinnar nema einum hefur verið frestað.

Sjöunda leiknum frestað

Alls hefur sjö leikjum verið frestað í ensku úrvalsdeildinni um helgina en tveir bættust í hóp þeirra fimm sem var frestað í gær.

Wenger segir frestanir óþarfar

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur gagnrýnt þá ákvörðun að fresta sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni um helgina og segir að það sé alger óþarfi.

Jo kominn úr skammarkróknum

David Moyes hefur tekið Brasilíumanninn Jo aftur inn í leikmannahóp Everton eftir að hann var settur út í kuldann nýverið fyrir að fara í leyfisleysi til Brasilíu.

Fer Man. Utd til Dubai á mánudag?

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætlar með sína menn til Dubai fari svo að leik liðsins gegn Birmingham verði frestað.

Ferguson: Neville ekki að hætta

Alex Ferguson segir það tóma þvælu að Phil Neville muni leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins eins og sögusagnir hafa verið um.

Cardiff í fjárhagsvandræðum

Ensk skattayfirvöld hafa krafist þess að enska B-deildarfélagið Cardiff City verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddra skatta.

Dossena kominn til Napoli

Ítalinn Andrea Dossena hefur nú yfirgefið Liverpool og gert fjögurra og hálfs árs samning við Napoli í heimalandinu.

Donovan leitaði ráða hjá Beckham

Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan hefur greint frá því að hann hafi leitað ráða hjá David Beckham áður en hann ákvað að ganga til liðs við Everton á lánssamningi frá LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Irvine að taka við Sheffield Wednesday

Talið er líklegt að Alan Irvine muni taka við starfi knattspyrnustjóra hjá enska B-deildarfélaginu Sheffield Wednesday. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Vidic enn frá vegna meiðsla

Nemanja Vidic verður frá næstu tíu dagana að sögn forráðamanna Manchester United. Hann meiddist í upphitun fyrir leik United gegn Leeds um síðustu helgi.

Vieira kominn til City

Patrick Vieira hefur gengið frá sex mánaða samningi við Manchester City en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í gær.

Hull vill fá Caicedo

Hull City vill fá sóknarmanninn Felipe Caicedo að láni frá Manchester City til loka núverandi leiktíðar.

Essien byrjaður að æfa

Michael Essien er byrjaður að æfa með Chelsea á nýjan leik og ætti því að geta spilað með Gana í Afríkukeppninni.

Campbell aftur á leið til Arsenal?

Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Sol Campbell sé á góðri leið með að ganga aftur til liðs við sitt gamla félag, Arsenal.

Arsenal endurgreiðir ferðakostnað stuðningsmanna Bolton

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur fallist á það að greiða ferðakostnað stuðningsmanna Bolton sem voru komnir suður til London til þess að fylgjast með leik Arsenal og Bolton. Leikurinn átti að fara fram á miðvikudagskvöldið en var frestað um kaffileytið sama dag.

Cassano fer ekki til Man. City

Umboðsmaður framherjans skapheita, Antonio Cassano, segir nákvæmlega engar líkur vera á því að Cassano fari til Man. City.

Torres: Reina er besti markvörður heims

Fernando Torres segir að landi sinn og liðsfélagi, Pepe Reina, sé besti markvörðurinn í heiminum í dag. Reina hefur verið í fantaformi í vetur og Torres sér ástæðu til þess að hrósa honum.

Þjálfari Kára sparar ekki hrósið á heimasíðu félagsins

„Ég er mjög ánægður og þetta er góður dagur fyrir félagið," sagði Paul Mariner stjóri Plymouth Argyle eftir að Kári Árnason skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag. Mariner hefur látið Kára spila sem miðvörð á tímabilinu með góðum árangri.

Neville hættir líklega í sumar

Fastlega er búist við því að hinn 34 ára gamli bakvörður Man. Utd, Gary Neville, hengi upp skóna í lok leiktíðar.

Ben Arfa kostar 45 milljónir evra

Manchester United hefur fengið þau skilaboð að Hatem Ben Arfa, leikmaður Marseille í Frakklandi, kosti 45 milljónir evra.

Mancini vill fá Kjær til City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, er í enskum fjölmiðlum í dag sagður vilja fá danska varnarmanninn Simon Kjær til liðs við félagið en hann er á mála hjá Palermo.

Higuain fyrir Fabregas?

Spænska blaðið Marca heldur því fram í dag að Arsenal sé reiðubúið að selja Cesc Fabregas til Real Madrid ef félagið fær Argentínumanninn Gonzalo Higuain í staðinn.

Sjá næstu 50 fréttir