Enski boltinn

Kári búinn að framlengja við Plymouth til ársins 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Mynd/E.Stefán

Kári Árnason hefur framlengt samning sinn við enska b-deildarliðið Plymouth Argyle um tvö ár og gildir nýju samningurinn hans til sumarsins 2012.

Kári er búinn að vera í sex mánuði hjá félaginu og hefur slegið í gegn í nýrri stöðu sem miðvörður eftir að hafa stærsta hluta ferilsins spilað á miðjunni.

Kári hefur leikið sextán leiki á tímabilinu og skoraði sitt fyrsta mark í 4-1 sigri á Reading á dögunum.

Kári hefur farinn mikinn í góðu gengi Plymouth liðsins að undanförnu og er hrósað sérstaklega fyrir hugrekki og skallagetu á heimasíðu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×