Enski boltinn

Vieira kominn til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrick Vieira er kominn til City.
Patrick Vieira er kominn til City. Nordic Photos / AFP

Patrick Vieira hefur gengið frá sex mánaða samningi við Manchester City en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í gær.

Vieira lék síðast með Inter á Ítalíu en þar áður með Arsenal við góðan orðstír. Í lok tímabilsins verður svo hægt að framlengja samninginn um eitt ár ef áhugi er fyrir því.

Vieira er fyrsti leikmaðurinn sem Roberto Mancini kaupir til City síðan hann tók við félaginu í síðasta mánuði.

„Patrick er frábær miðjumaður sem er vanur því að sigra. Hann passar mjög vel inn í leikmannahópinn okkar," sagði Mancini við enska fjölmiðla en Mancini keypti Vieira til Inter á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×