Enski boltinn

Arsenal endurgreiðir ferðakostnað stuðningsmanna Bolton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Starfsmenn Arsenal sjást hér moka snjó fyrir framan Emirates-völlinn.
Starfsmenn Arsenal sjást hér moka snjó fyrir framan Emirates-völlinn. Mynd/AFP
Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur fallist á það að greiða ferðakostnað stuðningsmanna Bolton sem voru komnir suður til London til þess að fylgjast með leik Arsenal og Bolton. Leikurinn átti að fara fram á miðvikudagskvöldið en var frestað um kaffileytið sama dag.

Leiknum var aðeins frestað fimm tímunum áður en hann átti að fara fram en hætt var við að spila leikinn þrátt fyrir að Emirates-leikvöllurinn hefði verið leikhæfur. Frestunin kom til vegna slæms ferðaveðurs en stuðningsmenn Bolton sögðu að leiknum hafi verið frestað alltof seint því það var löngu ljóst í hvað stefndi í kuldakastinu á Bretlandi.

Forráðamenn Arsenal hafa nú af meiri góðvild en skyldu ákveðið að endurgreiða stuðningsmönnum Bolton sem gripu í tómt þegar þeir mættu á Emirates-völlinn á miðvikudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×